Man ekki önnur eins umskipti

Reykvíkingar nutu veðurblíðunnar við Austurvöll í dag.
Reykvíkingar nutu veðurblíðunnar við Austurvöll í dag. mbl.is/Gísli Baldur

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kveðst ekki muna eftir öðrum eins umskiptum og jafn „meginlandslegri“ vorkomu hér suðvestanlands og nú.

Þetta kemur fram á bloggi Einars. Hann gerir að umtalsefni ótrúleg umskipti í veðrinu suðvestanlands á einungis einni viku.  Hann bendir á að síðastliðinn sunnudag, 1. maí, var meðalhitinn í Reykjavík +1,5°C. Strax á mánudag skipti um og síðustu viku hefur meðalhitinn verið +8,5°C. Í dag komst hitinn í Reykjavík svo í +16,4°C og heitast var á Þingvöllum 18,4°C

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert