Fréttaskýring: Gefa ekki upp von um flutning Gæslunnar

Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar við æfingar.
Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar við æfingar. mbl.is/Árni Sæberg
Varpað hefur verið upp afar ólíkri sýn á niðurstöðu athugunar ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte á hagkvæmni þess að flytja starfsstöðvar Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja. Innanríkisráðherra kynnti skýrsluna í síðasta mánuði og sagði rekstrarkostnað aukast um 690 milljónir króna ef aðsetur Gæslunnar yrðu flutta suður með sjó. Suðurnesjamenn benda hins vegar á að í skýrslunni sé verið að bera saman epli og appelsínur.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar lýstu allir bæjarfulltrúar sameiginlega vonbrigðum með niðurstöðu innanríkisráðuneytisins vegna athugunarinnar. Í ályktun sem samþykkt var segir mikilvægt „að samráðsvettvangur stjórnvalda og sveitarfélaga á Suðurnesjum fari rækilega yfir þá vinnu sem þegar hefur verið lögð fram og vinni áfram að því að fullgera hagkvæmnisathugun þar sem samræmis er gætt í samanburðartölum og allir kostir verkefnisins skoðaðir og metnir.“

Meðal þess sem bent er á er að borinn sé saman rekstur Gæslunnar eins og hann er í dag, „þar sem fyrirkomulag áhugamannaliðs er við lýði, starfsmenn á bakvöktum og útkallstími því umtalsverður, við rekstur atvinnumannaliðs þar sem starfsmenn eru á vakt öllum stundum, starfsmannafjöldi langtum meiri og útkallstími því miklu styttri.“

Einnig að gert sé ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að greiða starfsmönnum laun og bílastyrki fyrir akstur til vinnu. Það séu greiðslur sem Suðurnesjamenn kannist ekki við að fá greiddar þrátt fyrir að starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki flutt í bráð

Tillögur um flutning höfuðstöðva Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja hafa komið fram áður, meðal annars árið 1993 þegar nefnd skoðaði flutning opinberra stofnana út á land. Í nóvember á síðasta ári kynnti ríkisstjórnin, eftir ríkisstjórnarfund á Suðurnesjum, hugmyndina sem hluta af aðgerðum í atvinnumálum á Suðurnesjum. Var þá samþykkt að framkvæma hagkvæmisathugunina. Í umræðum á Alþingi um málið í janúar sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra aðspurður um skoðun hans á flutningnum: „Mín persónulega skoðun fer algjörlega saman við afstöðu ríkisstjórnarinnar, að það eigi að kanna þetta en að fenginni niðurstöðu þeirrar könnunar taki menn endanlega afstöðu til málsins.“

Ögmundur bætti síðar við að af hans hálfu væri meginforsenda þess, að gera tillögu um flutning starfsemi Landhelgisgæslunnar, að óyggjandi væri að ekki væri óhagkvæmara að reka stofnunina þar en hér í Reykjavík. Eftir kynningu á hagkvæmisáætluninni í ríkisstjórn seint í síðasta mánuði sagði Ögmundur svo að Gæslan yrði ekki flutt í bráð vegna mikils kostnaðar.

Farið fram á frekari athugun

Niðurstöður hagkvæmisáætlunarinnar hafa einnig verið til umræðu á Alþingi.

Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar og þingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi, sagði að óhjákvæmilegt væri að fram færi annað hagkvæmnismat.

Róbert hefur einnig tjáð sig um hagkvæmisathugunina á vefsvæði sínu en þar segir hann ennfremur að mjög erfitt sé að draga þá ályktun að ekki sé skynsamlegt að ráðast í flutning Gæslunnar, og raunar Björgunarmiðstöðvarinnar í heild sinni. Og ekki aðeins skynsamlegt heldur að núverandi fyrirkomulag gangi hreinlega ekki.

Þór verður hér við land

Áætlað er að hið nýja fjölnota varðskip, Þór, verði afhent í Síle 1. september. Þá verður því siglt til Íslands og kemur til Reykjavíkur mánuði síðar.

Ekki er gert ráð fyrir að Þór verði í verkefnum erlendis en erlendar sértekjur Landhelgisgæslunnar fyrir verkefni á vegum CFCA, fiskveiðieftirlitsstofnunar ESB, og Frontex, Landamærastofnunar ESB, eru þó forsenda þess að hægt sé að gera út Þór.

Gert er ráð fyrir að skipið annist löggæslu, eftirlit, leit og björgun hér við land og mun það gjörbreyta möguleikum á því víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Foss. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Bíllinn gjörónýtur eftir slysið

15:22 Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir alvarlegt umferðaslys sem varð á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar. Meira »

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

15:22 Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Meira »

Tók vörur fyrir meira en hálfa milljón

15:03 Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum Meira »

Fær 15 daga til að yfirgefa landið

14:48 Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Chuong Le Bui, kokkanema frá Víetnam, um dvalarleyfi hér á landi. Henni hafa verið gefnir fimmtán dagar til að yfirgefa landið. Meira »

Hlaut minniháttar meiðsl eftir bílveltu

13:00 Bílvelta varð á Hafnavegi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur utan vegar. Maðurinn slapp með lítil meiðsl en var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meira »

Fastagestirnir eru óþreyjufullir

14:58 „Það er pressa; það eru náttúrlega margir búnir að nota innilaugina daglega í tugi ára,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík, en laugin hefur verið lokuð frá því í júní og því hafa fastagestir þurft að leita annað á meðan. Meira »

„Norðrið dregur sífellt fleiri að“

13:42 Meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir í ræðu sinni á Hringborði norðurslóða, sem hófst í Edinborg í Skotlandi í dag, voru þær breytingar sem orðið hafa í norðrinu á undanliðnum áratugum og orðið til bættra lífshátta og aukinnar velmegunar. Meira »

Þrír fluttir á Landspítalann

12:36 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir umferðarslyss á Biskupstungnabraut. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurlandi stýrir umferð um Biskupstungnabraut en veginum var lokað tímabundið vegna slyssins. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Tek að mér húsaviðhald
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald o.fl. fyrir jólin. Uppl. í síma 847 8704 mannin...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...