Fréttaskýring: Gefa ekki upp von um flutning Gæslunnar

Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar við æfingar.
Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar við æfingar. mbl.is/Árni Sæberg
Varpað hefur verið upp afar ólíkri sýn á niðurstöðu athugunar ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte á hagkvæmni þess að flytja starfsstöðvar Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja. Innanríkisráðherra kynnti skýrsluna í síðasta mánuði og sagði rekstrarkostnað aukast um 690 milljónir króna ef aðsetur Gæslunnar yrðu flutta suður með sjó. Suðurnesjamenn benda hins vegar á að í skýrslunni sé verið að bera saman epli og appelsínur.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar lýstu allir bæjarfulltrúar sameiginlega vonbrigðum með niðurstöðu innanríkisráðuneytisins vegna athugunarinnar. Í ályktun sem samþykkt var segir mikilvægt „að samráðsvettvangur stjórnvalda og sveitarfélaga á Suðurnesjum fari rækilega yfir þá vinnu sem þegar hefur verið lögð fram og vinni áfram að því að fullgera hagkvæmnisathugun þar sem samræmis er gætt í samanburðartölum og allir kostir verkefnisins skoðaðir og metnir.“

Meðal þess sem bent er á er að borinn sé saman rekstur Gæslunnar eins og hann er í dag, „þar sem fyrirkomulag áhugamannaliðs er við lýði, starfsmenn á bakvöktum og útkallstími því umtalsverður, við rekstur atvinnumannaliðs þar sem starfsmenn eru á vakt öllum stundum, starfsmannafjöldi langtum meiri og útkallstími því miklu styttri.“

Einnig að gert sé ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að greiða starfsmönnum laun og bílastyrki fyrir akstur til vinnu. Það séu greiðslur sem Suðurnesjamenn kannist ekki við að fá greiddar þrátt fyrir að starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki flutt í bráð

Tillögur um flutning höfuðstöðva Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja hafa komið fram áður, meðal annars árið 1993 þegar nefnd skoðaði flutning opinberra stofnana út á land. Í nóvember á síðasta ári kynnti ríkisstjórnin, eftir ríkisstjórnarfund á Suðurnesjum, hugmyndina sem hluta af aðgerðum í atvinnumálum á Suðurnesjum. Var þá samþykkt að framkvæma hagkvæmisathugunina. Í umræðum á Alþingi um málið í janúar sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra aðspurður um skoðun hans á flutningnum: „Mín persónulega skoðun fer algjörlega saman við afstöðu ríkisstjórnarinnar, að það eigi að kanna þetta en að fenginni niðurstöðu þeirrar könnunar taki menn endanlega afstöðu til málsins.“

Ögmundur bætti síðar við að af hans hálfu væri meginforsenda þess, að gera tillögu um flutning starfsemi Landhelgisgæslunnar, að óyggjandi væri að ekki væri óhagkvæmara að reka stofnunina þar en hér í Reykjavík. Eftir kynningu á hagkvæmisáætluninni í ríkisstjórn seint í síðasta mánuði sagði Ögmundur svo að Gæslan yrði ekki flutt í bráð vegna mikils kostnaðar.

Farið fram á frekari athugun

Niðurstöður hagkvæmisáætlunarinnar hafa einnig verið til umræðu á Alþingi.

Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar og þingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi, sagði að óhjákvæmilegt væri að fram færi annað hagkvæmnismat.

Róbert hefur einnig tjáð sig um hagkvæmisathugunina á vefsvæði sínu en þar segir hann ennfremur að mjög erfitt sé að draga þá ályktun að ekki sé skynsamlegt að ráðast í flutning Gæslunnar, og raunar Björgunarmiðstöðvarinnar í heild sinni. Og ekki aðeins skynsamlegt heldur að núverandi fyrirkomulag gangi hreinlega ekki.

Þór verður hér við land

Áætlað er að hið nýja fjölnota varðskip, Þór, verði afhent í Síle 1. september. Þá verður því siglt til Íslands og kemur til Reykjavíkur mánuði síðar.

Ekki er gert ráð fyrir að Þór verði í verkefnum erlendis en erlendar sértekjur Landhelgisgæslunnar fyrir verkefni á vegum CFCA, fiskveiðieftirlitsstofnunar ESB, og Frontex, Landamærastofnunar ESB, eru þó forsenda þess að hægt sé að gera út Þór.

Gert er ráð fyrir að skipið annist löggæslu, eftirlit, leit og björgun hér við land og mun það gjörbreyta möguleikum á því víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

Í gær, 17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

Í gær, 15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

Í gær, 14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

Í gær, 16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

Í gær, 15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

Í gær, 13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »
BMW F650CS + nýr jakki, buxur og hjálmur
BMW F650 CS ferðahjól til sölu. Ekið aðeins 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir....
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Manntal 1703
Manntal á Íslandi 1703 til sölu ásamt manntali í þremur sýslum 1729, innbundið í...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...