Evróvisjón-keppnin hafin

Frá Evróvisjón.
Frá Evróvisjón. mbl.is

Fyrri undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hófst kl. 19 í kvöld. Íslenski Evróvisjón-hópurinn, Vinir Sjonna, flytur lag sitt Coming Home, eða Aftur heim, í kvöld og er hópurinn fjórtándi í röðinni.

Íslendingar taka í kvöld þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í 24. sinn frá því að við vorum fyrst með árið 1986. „Pólitík er stór hluti af þessu og samkvæmt allri tölfræði eigum við ekki möguleika á að komast áfram en við ætlum okkur svo sannarlega áfram,“ sagði Matthías Matthíasson, einn flytjenda, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Að öllum líkindum ætti íslenska lagið að vera nr. 30 í röðinni af 43 lögum sem taka þátt, samkvæmt tölfræði veðbankanna. Mismikið mark er þó takandi á spám um keppnina, og ætti aldrei að segja aldrei, eins og kom t.d. í ljós árið 2009 þegar Google reyndi að beita tækninni til að giska á niðurstöður Evróvisjón. Þar var Íslandi spáð 25. sæti en lenti, eins og flestir muna, í því næstefsta.

Heimsíða keppninnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert