Reyndu að ginna drengi inn í bíl

Vesturbæjarskóli.
Vesturbæjarskóli. mbl.is/Árni Torfason

Skólayfirvöld í Vesturbæjarskóla í Reykjavík sendu í gær tölvupóst til foreldra barna í skólanum, þar sem segir að nokkrir menn hafi reynt að ginna drengi í skólanum upp í bíl.

Í tölvupóstinum segir að um sé að ræða lítinn rauðan sendiferðabíl með rennihurð á hliðinni. Í honum hafi verið 4-5 ungir menn, sem hafi boðið drengjunum sælgæti.

Drengirnir náðu að hlaupa á brott og voru afar skelkaðir.

Talsmaður lögreglunnar í Vesturbænum staðfesti að tilkynning þessa efnis hefði borist frá skólanum. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og sagði það vera í athugun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert