Ganga hús úr húsi

Lögreglumenn að störfum í Vesturbænum síðdegis.
Lögreglumenn að störfum í Vesturbænum síðdegis. mbl.is/Júlíus

Lögreglumenn í gengu hús úr húsi í grennd við heimili Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra í dag og ræddu við íbúa. Tilgangurinn er sá að kanna hvort einhver af nágrönnum ráðherrans búi hugsanlega yfir upplýsingum sem geta varpað ljósi á hver eða hverjir köstuðu grjóti í rúður á húsi hans.

Aðgerðin hófst upp úr klukkan fjögur síðdegis og tóku a.m.k. 7-8 lögreglumenn þátt í henni.

Málið litið alvarlegum augum

Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður lögreglustöðvar 5, segir að tilgangurinn hafi verið að kanna til þrautar hvort íbúar hefðu séð eitthvað sem gæti gagnast lögreglu við rannsókn málsins en lögregla liti atvikið eðlilega afar alvarlegum augum. Hann hafði nú síðdegis ekki fengið ekki upplýsingar frá lögreglumönnunum um hvort íbúar hefðu getað veitt gagnlegar upplýsingar, það myndi skýrast nánar í fyrramálið.

Árásin var gerð upp úr klukkan þrjú aðfaranótt síðastliðins laugardags. Grjóthnullungum var kastað í húsið og brotnuðu tvær rúður. Ráðherrann og eiginkonu hans sakaði ekki. 

mbl.is/Júlíus
mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert