Vilja hvalveiðibann á Faxaflóa

Hvalaskoðunarbátur og hrefnuveiðibátur á Faxaflóa.
Hvalaskoðunarbátur og hrefnuveiðibátur á Faxaflóa.

Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa sent sjávarútvegsráðherra bréf þar sem skorað er á hann að banna allar hvalveiðar og hvalskurð á Faxaflóa.

Benda samtökin á að nær allar hrefnuveiðar fari fram á Faxaflóa, bæði rétt við og nú augljóslega á hvalveiðiskoðunarsvæðum. 

Í bréfinu er fjallað um árekstra sem orðið hafa milli hvalaskoðunar- og hvalveiðimanna á síðustu árum og fjallað um atvik sem varð sl. laugardag og fjallað hefur verið um á mbl.is.

„Það er óumdeilt að þær hrefnur, sem verða fyrir áreiti veiðimannaa, styggjast. Því má líta á hrefnuveiðar, sér í lagi veiðarnar innan og við hvalaskoðunarsvæðið, sem beina ógn við starfsemi hvalaskoðunarfyrirtækja á svæðinu. Þróunin hefur verið þannig síðustu árin að færr og færri dýr sjást í hverri ferð og er erfiðara að nálgast þau en áður," segir í bréfinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert