Ísland hætti þróunaraðstoð við Úganda

Mótmæli gegn fordómum í garð samkynhneigðra í Úganda.
Mótmæli gegn fordómum í garð samkynhneigðra í Úganda. Amnesty International/Kaytee Riek

Samtökin ´78 skora á íslensk stjórnvöld að hætta umsvifalaust allri þróunaraðstoð við Úganda sem og önnur lönd sem ekki virða mannréttindi hinsegin fólks. Auk þess skora samtökin á íslensk stjórnvöld að hvetja ríkisstjórnir annarra norðurlanda til að gera slíkt hið sama. Kemur þetta fram í tilkynningu frá samtökunum.

Var ályktun þessa efnis send til sendiráðs Úganda í London og á Norðurlöndunum þar sem krafist er að mannréttindi hinsegin fólks séu virt að fullu og fallið verði frá lagasetningu um dauðarefsingar og fangelsisvist vegna samkynhneigðar. Afrit hefur einnig verið sent til sendiráða Kenía, Rúanda, Tansaníu og Kongó.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert