Jöklarnir minnka ár hvert

Bergur Einarsson (t.v.) og Vilhjálmur Kjartansson bora í Hofsjökul með …
Bergur Einarsson (t.v.) og Vilhjálmur Kjartansson bora í Hofsjökul með kjarnabor. mbl.is/Þorsteinn Þorsteinsson

Hofsjökull hefur tapað 5% af rúmmáli sínu, eða um tíu rúmkílómetrum af ís, undanfarin 15 ár. Starfsmenn Veðurstofu Íslands mældu nýverið afkomu liðins vetrar á norðanverðum jöklinum og reyndist vera um 1,73 metra aukningu að ræða.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að það sé 18% betri vetrarafkoma en að meðaltali árin 1988-2010, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum, en tölurnar eru nokkuð dæmigerðar fyrir jökulinn í heild. Í fyrravetur var afkoman á sama svæði aðeins 0,98 metrar, sú minnsta sem mælst hefur frá upphafi mælinga á jöklinum árið 1988.

Síðasta sumar mældist hins vegar mesta leysing sem um getur frá upphafi mælinga á Hofsjökli. Gjóska úr Eyjafjallajökli jók á sólbráð á jöklinum og átti sinn þátt í að leysingin varð jafnmikil og mælingar sýndu. Það hafði svo áhrif á ársafkomuna en eins og fyrr er getið hafði hún aldrei mælst eins lág og í fyrra.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert