Sólríkir dagar framundan

Lýdía og Tara voru ánægðar með nýjasta gullpeninginn. „Það er …
Lýdía og Tara voru ánægðar með nýjasta gullpeninginn. „Það er gaman að selja og svo er Rauði krossinn líka svo fátækur,“ sagði Lýdía. mbl.is/Gísli Baldur

Borgarbúar biðu lengi eftir sumrinu, sem virðist nú loks vera gengið í garð. Í byrjun mánaðarins var höfuðborgarsvæðið á kafi í snjó. Í dag eru hins vegar flest ummerki vetrarins á braut.

Framundan eru sólríkir dagar á mestöllu landinu. Því er ekki seinna vænna að ráðast í vorverkin. Blaðamaður fór um höfuðborgina síðdegis í gær og hitti nokkra Reykvíkinga sem taka sumrinu opnum örmum. Afraksturinn er að finna í máli og myndum í Morgunblaðinu í dag.

Í Laugalæk héldu vinkonurnar Tara Líf Franksdóttir og Lýdía Hrönn Aðalsteinsdóttir hlutaveltu til styrktar Rauða krossinum – þá þriðju það sem af er sumri. Kaffitíminn á leikskólanum Mýri var haldinn undir berum himni í gær og á Njarðargötunni var Auður Guðmundsdóttir, íbúi við götuna, að mála girðinguna sína hvíta. Það þarf hún að gera á hverju vori. Páll Melsted og Bjarki Benediktsson hittust eftir vinnu og unnu saman við ýmis garðverk heima hjá þeim síðarnefnda í Vesturbænum. Harpa Finnsdóttir, afgreiðslustúlka á Vegamótum, sinnti þyrstum viðskiptavinum sem nutu sólargeislanna fyrir framan veitingastaðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert