Brigð og svik – stjórninni slétt sama um allt samráð

Einar K. Guðfinnsson (t.h.) er ekki hrifinn af frumvarpi eftirmanns …
Einar K. Guðfinnsson (t.h.) er ekki hrifinn af frumvarpi eftirmanns síns, Jóns Bjarnasonar (t.v.). Ómar Óskarsson

„Þetta er alger skrumskæling á vinnu sáttanefndarinnar og ég er undrandi á því að formaður starfshópsins og varaformaður, Guðbjartur Hannesson og Björn Valur
Gíslason, hafi látið troða þeirri vinnu svona gersamlega ofan í kokið á sér og farið með niðurstöðuna eins og raun ber vitni.“

Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í starfshópnum, meðal annars í Morgunblaðinu í dag. „Mér finnst þetta niðurlægjandi gagnvart þeirri miklu vinnu sem unnin var á vettvangi sáttanefndarinnar og þeirri sátt sem þar náðist,“ segir Einar.

„Þetta er að mínu mati vísbending um að ríkisstjórninni stendur slétt á sama um allt samráð og ég mun ekkert mark taka á ríkisstjórninni og hennar tali um samráð hér eftir. Þetta eru brigð og svik við alla þá sem að þessu máli komu.

Í starfshópnum var farið rækilega yfir þær forsendur sem fyrir okkur voru lagðar, meðal annars hugmyndir um fyrningu aflaheimilda. Þær voru einfaldlega reiknaðar út af borðinu, enda svo fáránlegar að þær náðu hvergi máli. Núna er verið að reyna að fara með einhvers konar fyrningu bakdyramegin inn í þetta frumvarp.“
Einar segir kaflann um framsalið í frumvarpinu óskiljanlegan að mestu og þannig uppsettan að hann mun fyrst og fremst hafa það í för með sér að hinir veikari gefi eftir og hinir sterkari lifi af.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert