Hefðum átt að breyta holunni í fangelsi

Pétur Blöndal.
Pétur Blöndal.

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Silfri Egils í dag að hann hefði ekki enn komið í tónlistarhúsið Hörpu og hann langaði ekkert sérstaklega mikið þangað því húsið væri allt of dýrt.

„Þjóðin hafði ekki efni á þessu. Við erum að segja upp fólki út um allt land, við glímum við gífurlegan skuldavanda og á meðan erum við að glíma við svona dæmi. Fyrir utan það, að þetta er ekki list sem höfðar til stórs hluta þjóðarinnar. Það má vel vera að það breytist. En þetta er óskaplega dýrt hús og ég held að það hefði verið betra að hækka bætur til öryrkja eða atvinnulausra eða skapa atvinnu annarstaðar."

„Við hefðum þá átt að moka ofan í þessa holu?" spurði Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, þá. „Nei, við hefðum átt að breyta henni í fangelsi," sagði Pétur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert