Hreyfingin leggur fram frumvarp um fiskveiðistjórnun

Þingmenn Hreyfingarinnar.
Þingmenn Hreyfingarinnar.

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og segir, að markmið frumvarpsins sé að færa úthlutun á aflaheimildum úr sameiginlegum fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar til þess horfs sem hún var í áður en framsal aflaheimilda kom til árið 1991. 

Með frumvarpinu sé einnig reynt að tryggja að aflaheimildir fari til þeirra byggða sem þeim var upprunalega úthlutað til.

Miðað sé við að aflahlutdeildin sé nýtt í viðkomandi sveitarfélagi. Þó sé sveigjanleiki í nafni hagkvæmni tryggður þar sem aflahlutdeildin sé framseljanleg þegar hagkvæmnisrök gefi tilefni til.

Hreyfingin segir, að frumvarpið tryggi að arður af nytjastofnum á Íslandsmiðum skili sér til réttmætra eigenda þeirra, íslensku þjóðarinnar. Upptaka uppboðskerfis við sölu aflaheimilda tryggi  hámarksverð fyrir nýtingarrétt auðlindarinnar en þó eingöngu að því marki sem útgerðirnar geto borið.

Frumvarpið geri einnig ráð fyrir að hluta aflaheimilda megi selja framvirkt til allt að fimm ára í senn þannig að þeir sem hyggist fjárfesta í útgerð geti gert ráð fyrir aðgengi að heimildum til lengri tíma en eins árs. Þá sé sveigjanleiki tryggður með því að útgerðir utan viðkomandi sveitarfélaga geti keypt aflaheimildir gegn greiðslu 10% álags eða gjalds.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert