„Ekki hjá venjulegu fólki“

Úr Kringlunni.
Úr Kringlunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það hefur orðið mikill eignabruni, ekki samt hjá venjulegu fólki,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á flokksráðsfundi VG í Reykjavík í gær en staða efnahagsmála bar þá á góma.

Fram kemur í ályktun fundarins um stuðning við ríkisstjórnina að stuðningur við skuldsett heimili með vaxtabótum sé liður í efnahagslegri viðreisn landsins. Þannig stendur þar orðrétt:

„Stóraukin framlög til vaxtabóta upp á 36 milljarða króna samtals árin 2011 og 2012 handa skuldsettum heimilum ásamt auknum kaupmætti vegna kjarasamninga eru mikilvægarar vörður á leið landsins frá efnahagshruninu 2008.

Nú skiptir miklu að ljúka samningum við opinbera starfsmenn og tryggja að vinna undanfarinna tveggja ára skili sér í áframhaldandi árangri á síðari hluta kjörtímabilsins,“ segir í ályktuninni.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert