Vitnar um hótanir forystu VG

Björn Valur Gíslason, Árni Þór Sigurðsson og Steingrímur J. Sigfússon.
Björn Valur Gíslason, Árni Þór Sigurðsson og Steingrímur J. Sigfússon. Kristinn Ingvarsson

„Þessar ályktanir ganga gegn öllum þeim lýðræðisgildum sem ég trúi á. Svo fannst mér þær líka svolítið í anda þeirra vinnubragða sem einkennt hafa forystu VG frá þingkosningunum, það er að hóta okkur og refsa í stað þess að leita málamiðlanna,“ segir Lilja Mósesdóttir þingmaður um tillögur að ályktanum flokksráðsfundi VG í Reykjavík um helgina.

- Þannig að þessi sár eru ekki gróin. Þið eruð sem sagt ekki á leið aftur í þingflokkinn?

„Við gengum úr þingflokknum vegna málefnalegs ágreinings því forysta flokksins hefur ekki fylgt stefnu VG í stjórnarsamstarfinu með Samfylkingunni. Það er ekkert í þessum ályktunum sem gefur til kynna að forystan eigi á einhvern hátt að breyta um kúrs varðandi efnahagsstefnuna, ESB-umsóknina eða skuldavanda heimilanna.

Ég sé ekki að forystan hafi rétt fram sáttarhönd með því einu að flokksfélagarnir hafi dregið til baka tillögur sem fordæmdu útgöngu okkar þremenningana úr þingflokknum. Það þarf meira að koma til,“ segir Lilja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert