Krafturinn minni en í gær

Öskumistrið var þétt á Suðausturlandi í gær.
Öskumistrið var þétt á Suðausturlandi í gær. Ernir Eyjólfsson

Kraftur í gosinu í Grímsvötnum er nokkuð minni en í gær og hefur haldist nokkuð stöðugur í nótt. Nær gosmökkurinn nú  um 10 kílómetra hæð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Askan hefur verið að berast í suður og suðvestur og hefur verið öskufall mjög víða á Suðurlandi. Ákveðið hefur verið að loka veginum frá Vík í Mýrdal að Freysnesi. Skyggni á svæðinu er mjög slæmt eða um 4 metrar.

Vindur er nú að snúast í hánorðanátt og er gert ráð fyrir að öskufall verði aðallega sunnan Vatnajökuls næsta sólarhringinn.

Öskumistur var í Reykjavík í nótt og lítilsháttar öskufall en von á því að loftið í höfuðborginni muni hreinsast af öskunni í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert