Öskufall við eldstöðina

Samkvæmt öskudreifingarspá Veðurstofunnar má búast við öskufalli umhverfis eldstöðina í Grímsvötnum á morgun, að því gefnu að gos standi enn yfir. Spáð er hæglætisveðri og stöku skúrum suðaustantil á landinu. Annars er búist við minniháttar öskufjúki sums staðar sunnan- og suðaustanlands.

Á fimmtudag gerir Veðurstofan ráð fyrir hægt vaxandi sunnan- og suðaustanátt og vaxandi úrkomu er líður á daginn. Ef gos standi enn yfir verði öskufall til norðurs og norðvesturs.

Nánar má skoða spána á vef Veðurstofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert