Talið er að formannsslagur í VG sé hafinn

Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir.
Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir.

Svo fjarri fór því á flokksráðsfundi VG nú um helgina að einhugur og sættir ríktu, að kjósa þurfti um eitt orð í ályktuninni um stuðninginn við ríkisstjórnina.

Orðið var „eindregnum“ og niðurstaðan varð sú að andstæðingar þess að flokksráðsfundurinn lýsti „yfir eindregnum stuðningi við ríkisstjórnina“ höfðu betur og orðið var fellt út.

Þetta þykir viðmælendum úr röðum VG-félaga, flokksráðsmanna sem óbreyttra, segja skýra sögu um að hvorki einhugur né sættir hafi ríkt á fundinum.

Steingrímur J. Sigfússon er gagnrýndur harðlega fyrir ýmislegt í ræðu sinni, sem talin er hafa verið með þeim slakari sem „ræðuskörungur VG í 10 ár hefur flutt“.
Gagnrýni beinist m.a. að því sem hann sagði um „eignabruna“ og því sem hann sagði um Icesave-samningana og sérstakri málsvörn hans fyrir Svavars-samningnum.

Þá telja VG-félagar sem rætt var við í gær að valdabarátta sé í uppsiglingu innan VG um það hver eigi að taka við af Steingrími J. Sigfússyni, þegar hann hættir sem formaður flokksins. Eru þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir taldar vera þeir tveir kandídatar sem helst muni berjast um tignina.

Í þeim efnum er talið að formaðurinn styðji Katrínu til frekari pólitískrar vegsemdar, en Svavar Gestsson styðji dóttur sína, Svandísi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert