Flugvél Gæslunnar fer yfir Grímsvötn

Vísindamenn biðu á Reykjavíkurflugvelli í morgun.
Vísindamenn biðu á Reykjavíkurflugvelli í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðvísindamenn ætla í dag að fljúga yfir Grímsvötn og skoða aðstæður. Þeir fljúga með TF-Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar. Flugvélin mun ekki geta farið neðar en í 20 þúsund feta hæð vegna ösku frá gosinu.

Þetta er fyrsta ferð Sifjar frá því gosið hófst, en bilun kom upp í nefhjóli hennar fyrir helgi. Flugvélin er búinn hitamyndavél og fleiri mælitækjum sem gefa góðar upplýsingar um stöðu og staðsetningu gossins.

Hreyflar flugvélarinnar eru viðkvæmar fyrir eldfjallaösku og hún getur því ekki flogið eins nálægt stróknum og litlar flugvélar.

Reiknað er með að flugvélin lendi um hádegisbil í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert