Magnús aðstoðar sáttasemjara

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Magnús Jónsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, hefur tímabundið verið skipaður aðstoðarríkissáttasemjari.

Miklar annir hafa verið hjá ríkissáttasemjara í vor enda allir kjarasamningar lausir. Þó ASÍ og Samtök atvinnulífsins séu búin að semja er mikið að gera hjá embætti ríkissáttasemjara. Nær öll félög opinberra starfsmanna eiga eftir að semja. Nokkrum kjaradeilum hefur formlega verið vísað til sáttasemjara sem samkvæmt lögum stjórnar viðræðum og boðar til funda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert