Steingrímur íhugi stöðu sína

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG. Eggert Jóhannesson

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, telur Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra þurfa að „íhuga alvarlega stöðu sína og í umboði hvers hann starfar“ í kjölfar útkomu skýrslu ráðherrans um endurreisn viðskiptabankanna.

Rætt er við Þór og Lilju Mósesdóttur þingmann í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag, þar sem hún setur fram þá kenningu að forgangsröðun í þágu kröfuhafa viðskiptabankanna umfram hagsmuni heimila og fyrirtækja hafi verið liður í að tryggja velvild Breta og Hollendinga. Forgangsröðunin hafi með öðrum orðum verið ein hlið á Svavars-samningunum sem hún kýs að nefna svo en þeim var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010.

Þór tekur undir þessa kenningu enda geti hún ein skýrt þær ákvarðanir sem voru teknar.

„Það er eina skýringin á því að þessi leið var farin. Að öðru leyti er þetta óskiljanlegt. Samfylkingin ber hér líka ábyrgð. Fjármálaráðherra er komin út á það hálan ís í störfum sínum og í svo langan tíma að honum er ekki vært í starfi lengur. Bankarnir voru afhentir kröfuhöfum á hraðferð í gegnum þingið í desember 2009. Það var engin umræða um að verið væri að einkavæða bankana og láta þá í hendur aðila sem engin vissi nokkuð um.“

Skýrslu ráðherra um endurreisn viðskiptabankana má nálgast hér.

Heimilin áttu að fá forgang

Athygli vekur að 22. desember 2008, eða skömmu fyrir búsáhaldabyltinguna, flutti Steingrímur þingræðu sem formaður stjórnarandstöðuflokksins VG um stöðu heimilanna og átaldi þar meint aðgerðaleysi í þeirra þágu. En nú ber svo við að Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, fullyrðir í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag, að þolinmæði samtakanna sé á þrotum. Má af henni skilja að stutt sé í að pottar og pönnur verði dregnar fram á nýjan leik.

Við þetta tækifæri varaði Steingrímur við landflótta en sú hefur einmitt verið raunin síðan efnahagshrunið varð, enda hafa hátt í 29.000 manns, íslenskir sem erlendir ríkisborgarar, flust af landi brott frá ársbyrjun 2008, að því er fram kemur í gögnum Hagstofu Íslands.

Orðrétt sagði Steingrímur:

„Ríkisstjórnin kynnti líka á hinum frægu karamellufundum sínum síðdegis á föstudögum með hálfs mánaðar millibili, held ég, meðan hún naut ráðgjafar norska hermála- og almannatengslafulltrúans sem kostaði örugglega eitthvað, annars vegar blað um aðgerðir til stuðnings heimilunum og svo seinna aðgerðir til stuðnings atvinnulífinu.

Það var magurt svo að vægt sé til orða tekið hvort tveggja. Síðan hefur ekkert af því heyrst. Er eitthvað í fjárlagafrumvarpinu sem bendir til þess að ríkisstjórnin sé með einhverja heildstæða áætlun, einhverja hugsun, eitthvert „prógramm“ um hvernig styðja eigi heimilin í alvörunni í gegnum erfiðleikana og hvernig eigi ekki bara helst að halda atvinnulífinu á lífi heldur vonandi horfa til aukinna verðmætasköpunarmöguleika og allra tækifæra sem mögulegt er að nýta sem hefur aldrei verið okkur mikilvægari en nú, a.m.k. um langt árabil?

Það er því miður ekki, það er engu slíku til að dreifa hér. Stundum er sagt að það sé dýrt að vera fátækur og það er rétt. En leiðin út úr fátæktinni er þó að reyna eitthvað, reyna að bæta aðstæður sínar, reyna að afla tekna.

Hvað er það sem er mikilvægast af öllu fyrir Ísland núna? Það er að verjast atvinnuleysi og það er að verjast landflótta, það er engin spurning. Þær bráðustu hættur sem að okkur steðja og munu gera hlutina enn óviðráðanlegri ef mönnum tekst ekkert til í þeim efnum er að við missum atvinnuleysi upp úr öllu valdi og að ekkert rofi til í þeim efnum.

Það mun verða ávísun á landflótta fyrr eða síðar. Ef ekki tekst að draga upp það andrúmsloft að menn ætli að snúa sér af alvöru og kjarki í að takast á við þessa erfiðleika en ekki hrekjast undan eins og núverandi blessuð ríkisstjórn hefur gert fram að þessu lítur þetta satt best að segja því miður ekkert allt of glæsilega út hjá okkur, frú forseti. Það er dapurlegt að þurfa að segja það og horfast í augu við það.“

mbl.is

Innlent »

„Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“

17:03 „Þetta er auðvitað hundfúlt,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn rekstraraðila verslunarinnar Eyrarinnar á Borgarfirði eystra, sem tekin hefur verið ákvörðun um að loka 1. september. Um er að ræða einu matvöruverslunina í bænum. Meira »

Ungmenni gerðu aðsúg að lögreglu

16:19 Piltur náði að bíta tvo lögreglumenn, m.a. í fingur, í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Við leit á honum fannst hnífur sem hald var lagt á. Á meðan á þessu stóð gerði hópur ungmenna aðsúg að lögreglumönnum á vettvangi en slíkt er ekki einsdæmi að sögn lögreglu. Meira »

Sóttu slasaðan mótorhjólamann

16:01 Verið er að flytja mótorhjólamann sem slasaðist á Eyjafjarðarleið rétt um klukkan 13 í dag á sjúkrahús en taldar eru líkur á að hann sé fótbrotinn. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Nafnið réðst af fyrsta marki á EM

14:47 Magnús Yngvi Einarsson og Kristín Dögg Eysteinsdóttir fóru heldur óhefðbundnar leiðir við að ákveða nafn dóttur sinnar sem fæddist þann 16. júlí síðastliðinn, en nafn hennar réðst út frá því hvaða íslenska landsliðskona í knattspyrnu skoraði fyrsta markið á Evrópumótinu í síðasta mánuði. Meira »

Byssumaðurinn er ófundinn

14:30 Tveir karlmenn, sem handteknir voru af sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í Reykjavík í gær vegna gruns um að þeir hefðu komið að málum þegar maður ógnaði fólki í bifreið með skotvopni fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði á föstudagskvöldið, voru yfirheyrðir í dag en reyndust hins vegar ekki hafa komið við sögu í málinu. Meira »

„Versta er skorturinn á upplýsingum“

13:13 „Þetta var hræðileg nótt en það versta er skorturinn á upplýsingum,“ segir Heiða Sigríður Davíðsdóttir í samtali við mbl.is en hún er á meðal þeirra sem bíða eftir að komast heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með flugfélaginu Primera Air. Farþegar eru nú komnir á hótel og gert ráð fyrir brottför seint í kvöld. Meira »

Drangey komin til heimahafnar

10:55 Mikill mannfjöldi fagnaði hinu nýja og glæsilega skipi Drangey SK 2, í eigu FISK Seafood, er það sigldi til heimahafnar í gær. Jón Edvald Friðriksson, framkvæmdastjóri félagsins, flutti ávarp og bauð skipið velkomið og sérstaklega skipstjórann Snorra Snorrason og áhöfn hans, en nokkrir áratugir eru síðan Skagfirðingar tóku síðast á móti nýju skipi. Meira »

„Þetta er bara óhappahelgi hjá okkur“

12:07 „Þarna er bara um tæknilega bilun að ræða, því miður, sem verið er að vinna að viðgerð á eins fljótt og auðið er. Því miður eru engar leiguvélar tiltækar um helgar í Evrópu í sumar. Þannig að þegar ein vél bilar þá kemur eiginlega ekkert í staðinn,“ segir Hrafn Þorgeirsson, forstjóri Primera Air. Meira »

Flestir inni fyrir kynferðis- og fíkniefnabrot

10:30 Alls eru nú 152 fangar í afplánun hér á landi. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun afplána flestir fangar dóma fyrir fíkniefnabrot og næst flestir fyrir kynferðisafbrot. Meira »

„Fólk sefur bara hérna á gólfunum“

09:29 „Við erum bara hérna enn á flugvellinum og ekkert að frétta,“ segir Erna Karen Stefánsdóttir í samtali við mbl.is en hún er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife en 18 klukkustundir eru síðan þau ásamt fjölda annarra farþega áttu að fljúga heim með flugfélaginu Primera Air. Meira »

Frost í jörðu í innsveitum

09:06 Frost var í jörðu sums staðar í innsveitum í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þó var það aðeins lítillega og frostið mest -0,9% stig í Húsafelli í Borgarfirði. Á Þingvöllum fór hitinn niður í frostmark. Meira »

Reykur út frá eldamennsku

07:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan sjö í morgun um reyk í íbúð við Tryggvagötu í Reykjavík.  Meira »

Voru á annað hundrað þúsund

07:28 Menningarnótt 2017 lauk seint í gærkvöldi með glæsilegri flugeldasýningu sem tónlistarmaðurinn Helgi Björns taldi niður í en niðurtalningin fór fram á glerhjúpi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hátíðin þótti takast afar vel og tók mikið fjölmenni þátt í henni eða á annað hundrað þúsund manns. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
Þurrkari
...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...