Steingrímur íhugi stöðu sína

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG. Eggert Jóhannesson

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, telur Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra þurfa að „íhuga alvarlega stöðu sína og í umboði hvers hann starfar“ í kjölfar útkomu skýrslu ráðherrans um endurreisn viðskiptabankanna.

Rætt er við Þór og Lilju Mósesdóttur þingmann í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag, þar sem hún setur fram þá kenningu að forgangsröðun í þágu kröfuhafa viðskiptabankanna umfram hagsmuni heimila og fyrirtækja hafi verið liður í að tryggja velvild Breta og Hollendinga. Forgangsröðunin hafi með öðrum orðum verið ein hlið á Svavars-samningunum sem hún kýs að nefna svo en þeim var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010.

Þór tekur undir þessa kenningu enda geti hún ein skýrt þær ákvarðanir sem voru teknar.

„Það er eina skýringin á því að þessi leið var farin. Að öðru leyti er þetta óskiljanlegt. Samfylkingin ber hér líka ábyrgð. Fjármálaráðherra er komin út á það hálan ís í störfum sínum og í svo langan tíma að honum er ekki vært í starfi lengur. Bankarnir voru afhentir kröfuhöfum á hraðferð í gegnum þingið í desember 2009. Það var engin umræða um að verið væri að einkavæða bankana og láta þá í hendur aðila sem engin vissi nokkuð um.“

Skýrslu ráðherra um endurreisn viðskiptabankana má nálgast hér.

Heimilin áttu að fá forgang

Athygli vekur að 22. desember 2008, eða skömmu fyrir búsáhaldabyltinguna, flutti Steingrímur þingræðu sem formaður stjórnarandstöðuflokksins VG um stöðu heimilanna og átaldi þar meint aðgerðaleysi í þeirra þágu. En nú ber svo við að Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, fullyrðir í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag, að þolinmæði samtakanna sé á þrotum. Má af henni skilja að stutt sé í að pottar og pönnur verði dregnar fram á nýjan leik.

Við þetta tækifæri varaði Steingrímur við landflótta en sú hefur einmitt verið raunin síðan efnahagshrunið varð, enda hafa hátt í 29.000 manns, íslenskir sem erlendir ríkisborgarar, flust af landi brott frá ársbyrjun 2008, að því er fram kemur í gögnum Hagstofu Íslands.

Orðrétt sagði Steingrímur:

„Ríkisstjórnin kynnti líka á hinum frægu karamellufundum sínum síðdegis á föstudögum með hálfs mánaðar millibili, held ég, meðan hún naut ráðgjafar norska hermála- og almannatengslafulltrúans sem kostaði örugglega eitthvað, annars vegar blað um aðgerðir til stuðnings heimilunum og svo seinna aðgerðir til stuðnings atvinnulífinu.

Það var magurt svo að vægt sé til orða tekið hvort tveggja. Síðan hefur ekkert af því heyrst. Er eitthvað í fjárlagafrumvarpinu sem bendir til þess að ríkisstjórnin sé með einhverja heildstæða áætlun, einhverja hugsun, eitthvert „prógramm“ um hvernig styðja eigi heimilin í alvörunni í gegnum erfiðleikana og hvernig eigi ekki bara helst að halda atvinnulífinu á lífi heldur vonandi horfa til aukinna verðmætasköpunarmöguleika og allra tækifæra sem mögulegt er að nýta sem hefur aldrei verið okkur mikilvægari en nú, a.m.k. um langt árabil?

Það er því miður ekki, það er engu slíku til að dreifa hér. Stundum er sagt að það sé dýrt að vera fátækur og það er rétt. En leiðin út úr fátæktinni er þó að reyna eitthvað, reyna að bæta aðstæður sínar, reyna að afla tekna.

Hvað er það sem er mikilvægast af öllu fyrir Ísland núna? Það er að verjast atvinnuleysi og það er að verjast landflótta, það er engin spurning. Þær bráðustu hættur sem að okkur steðja og munu gera hlutina enn óviðráðanlegri ef mönnum tekst ekkert til í þeim efnum er að við missum atvinnuleysi upp úr öllu valdi og að ekkert rofi til í þeim efnum.

Það mun verða ávísun á landflótta fyrr eða síðar. Ef ekki tekst að draga upp það andrúmsloft að menn ætli að snúa sér af alvöru og kjarki í að takast á við þessa erfiðleika en ekki hrekjast undan eins og núverandi blessuð ríkisstjórn hefur gert fram að þessu lítur þetta satt best að segja því miður ekkert allt of glæsilega út hjá okkur, frú forseti. Það er dapurlegt að þurfa að segja það og horfast í augu við það.“

mbl.is

Innlent »

Málefni flokka á landsvísu ráða mestu

07:37 Málefni flokksins á landsvísu ræður mestu um það hvaða flokkur fær atkvæði í alþingiskosningunum, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Tók brjálæðiskast inni í heimili

07:18 Óskað var aðstoðar lögreglu eftir að ölvuð og æst kona, sem var gestkomandi í heimahúsi, hafði ráðist á húsráðandan, sem var vinkona hennar. Einnig barst beiðni um aðstoð vegna 17 ára stráks sem tók brjálæðiskast inni á heimili í nótt og skemmdi mikið af innanstokksmunum. Meira »

Vara við hviðum undir Eyjafjöllum

06:55 Strekkings austlæg átt og fremur vætusamt verður suðaustantil á landinu fram undir hádegi, en mun úrkomuminna annars staðar. Varar Veðurstofan við því að búast megi við við snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal fram eftir morgni. Meira »

Hópslagsmál við bar í Kópavogi

06:18 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hópslagsmál fyrir utan bar í Kópavogi á áttunda tímanum í gærkvöldi.   Meira »

Eldur í ruslagámi við hjúkrunarheimili

06:12 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi við hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt. Gámurinn var staðsettur undir þakskýli við hjúkrunarheimilið og voru eldtungur farnar að teygja sig í þakskýlið. Meira »

Þrír ráðherrar á útleið

05:30 Mikil endurnýjun verður á þingi eftir alþingiskosningar ef marka má niðurstöður um fylgi framboða eftir kjördæmum í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Kampavínið aftur á uppleið

05:30 Sala á kampavíni og freyðivíni hefur aukist mjög það sem af er ári. Ef svo heldur fram sem horfir verður salan í ár svipuð og árið 2008. Meira »

43% fleiri eru búin að kjósa

05:30 Hátt í 43 prósentum fleiri höfðu kosið utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi en síðasta sunnudag fyrir kosningarnar á síðasta ári. Meira »

Stuldur á gögnum ekki réttlætanlegur

05:30 Siðferðislega er ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Þetta segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Meira »

250 milljónir vantar til Heilsustofnunar

05:30 Mikill niðurskurður er fyrir höndum í starfsemi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands fáist ekki aukið fé í reksturinn. Meira »

Cuxhaven undir Ólafsfjarðarmúlanum

05:30 Síðdegis í gær kom Cuxhaven NC 100, nýr togari Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, til löndunar á Akureyri. Meira »

Spáir leiðinlegu á kjördag

05:30 Fyrsta alvöruhríðarveður vetrarins gæti komið á laugardaginn kemur, þegar landsmenn ganga til kosninga.   Meira »

Nota styrkinn til að greiða niður lán

05:30 „Allt skiptir máli, að sjálfsögðu. Ég nota þessa upphæð til að létta á afborgunum lána, með því að greiða niður höfuðstól. Mér finnst að maður eigi að nýta þannig stuðning sem þennan,“ segir Karl Ingi Atlason, kúabóndi á Hóli í Svarfaðardal. Meira »

Fangar fari í starfsþjálfun og verknám

Í gær, 21:13 „Fangar hafa verið afgangsstærð í samfélaginu hingað til. Auðvitað er maður hræddur um að þannig verði það áfram en maður hefur fundið andrúmsloftið breystast mikið á undanförnum árum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og talsmaður fanga. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

Í gær, 18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Eldur í rafmagnskassa í Breiðholti

Í gær, 23:09 Fyrr í kvöld barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um eldglæringar í rafmagnskassa við Lambastekk í Breiðholti. Ekki var um mikinn eld að ræða en eftir að hann hafði verið slökktur tók Orkuveita Reykjavíkur við á vettvangi. Meira »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

Í gær, 20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

Í gær, 15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

úngbarna baðborð með fjórum skúffum
er með nýlegt úngbarnabaðborð með fjórum skúffum.sími 869-2798 verð 5000 kr...
Ukulele
...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik. S. 6959434, Alina....
Glæsileg Honda
Glæsileg Honda Cr-v dísel 2016 Til sölu Honda Cr-v Executive Ekinn aðeins 9 þ. k...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...