Vilja ávaxtabari í búðirnar

Kata Magdalena Maniakowska, Þórunn Nanna Ragnarsdóttir, Anna Karen Kristinsdóttir og …
Kata Magdalena Maniakowska, Þórunn Nanna Ragnarsdóttir, Anna Karen Kristinsdóttir og Ásdís Rós Alexandersdóttir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Við ætlum að berjast fyrir því að það verði settur upp ávaxtabar í búðum einu sinni í viku til að auka ávaxtaneyslu þjóðarinnar,“ segja menntaskólastúlkurnar Anna Karen Kristinsdóttir, Ásdís Rós Alexandersdóttir, Kata Magdalena og Þórunn Nanna Ragnarsdóttir en þær vilja vekja fólk til umhugsunar um nauðsyn þess að breyta neyslumynsti íslenskra barna. Samkvæmt gögnum Lýðheilsustöðvar er sælgætisneysla að aukast hjá börnum hér á landi.

Stúlkurnar eru saman í bekk á 1. ári í Menntaskólanum á Akureyri. Þær hafa mikinn áhuga á hollu líferni og hafa allar stundað íþróttir frá unga aldri. Þessi áhugi spratt út frá verkefninu „Áhrif mín á samfélagið“ í Íslandsáfanga en það fag er sambland af sögu, landafræði og tungumálum.

Vinkonurnar hafa lokið áfanganum en vilja halda áfram með verkefnið í sumar þó svo að það sé komið sumarfrí. Þær hafa nú þegar stofnað fésbókarhópinn „Við viljum ávaxtabari!“ sem hefur fengið mjög góðar viðtökur og eru þær líka að safna undirskriftum. „Við höfum líka tekið eftir því hjá litlu systkinum okkar að himinn og jörð farast ef þau fá ekki nammi á nammidaginn.““

Á döfinni hjá stúlkunum er að hafa samband við verslanakeðjur og hvetja þær til að framkvæma hugmynd þeirra. Næst stefna þær á að fá íþróttafélögin til liðs við sig en þegar þær hafa fengið meiri stuðning stefna þær á að hafa samband við stjórnvöld til að hafa áhrif á umræðuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert