Kraftmiklir kassabílar kepptu

Allir skemmtu sér hið besta í kassabílarallinu.
Allir skemmtu sér hið besta í kassabílarallinu. mbl.is/Sigurgeir

Það gekk mikið á þegar árlegt kassabílarall frístundaheimila í vesturbæ Reykjavíkur fór fram á Ingólfstorgi í dag.

Að venju nánast einokuðu krakkar í Selinu verðlaunin og sigruðu sjöunda árið í röð. Skýjaborgir áttu þó flottasta bílinn og besta liðsheildin var undir merkjum Undralands.

Þá urðu þriðjubekkjarstelpur frostrósir í Frostheimum og fjórðubekkjarstrákar klakameistarar. 

Áður en rallið hófst var gengið fylktu liði í lögreglufylgd frá Hallgrímskirkju að Skólavörðustíg niður á Ingólfstorg.  

Gengið var niður Skólavörðustíg í lögreglufylgd.
Gengið var niður Skólavörðustíg í lögreglufylgd.
Kassabílarnir voru af ýmsum tegundum.
Kassabílarnir voru af ýmsum tegundum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert