Með tæpa milljón en vilja launahækkun

Flugumferðarstjórar að störfum.
Flugumferðarstjórar að störfum. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Staðan í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra við Samtök atvinnulífsins er flókin, að sögn Elísabetar S. Ólafsdóttur, skrifstofustjóra hjá ríkissáttasemjara.

Rætt er við Ottó G. Eiríksson, formann Félags ísl. flugumferðarstjóra, í Morgunblaðinu í dag.

Hann kveðst ekki geta gefið upp hverjar launakröfur félagsmanna eru en samkvæmt áætlun Isavia fyrir kjarasamningana í fyrra voru heildarlaun þá um 900.000 kr. en ætla má að þau séu nú um 987.000 kr., skv. lauslegri áætlun.

„Það halda margir að flugumferðarstjórar hafi gríðarlegar tekjur. Við höfum ábyggilega ágætis tekjur. Ég er búinn að horfa upp á það í kjaraviðræðum á síðustu árum að þegar menn fara að ræða launamál fer allt út í einhverja tóma vitleysu. Deilan er hjá ríkissáttasemjara og þá má ekki tala um hana. Þetta kemur í ljós þegar við semjum. Við erum í yfirvinnubanni og það er í fullu gildi.“ 

Flugumferðarstjórar starfa hjá fyrirtækinu Isavia við flugvellina í Keflavík, Reykjavík og á Akureyri og í flugstjórnarstöðinni í Reykjavík. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert