Nafni Laugavegs breytt í Mannréttindaveg

Jón Gnarr borgarstjóri afhjúpaði skiltið með nafni Mannréttindavegar.
Jón Gnarr borgarstjóri afhjúpaði skiltið með nafni Mannréttindavegar. mbl.is/Ernir

Laugavegur í Reykjavík mun bera nafnið Mannréttindavegur næstu þrjá dagana í tilefni af hálfrar aldar afmæli mannréttindasamtakanna Amnesty International.

Jón Gnarr, borgarstjóri, afhjúpaði skilti með nafninu í morgun.

Klukkan 15 á morgun laugardag verður gengin mannréttindaganga frá Kjörgarði niður Mannréttindaveg og síðan verður afmælisdagskrá á Hótel Borg þar sem margir listamenn koma fram.

Vefur Íslandsdeildar Amnesty

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert