Steingrímur: Samstarf við AGS mikilvægt

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

„Ég legg áherslu á að það um enga auðvelda leið að ræða, það er engin góð nálgun. Það er aðeins mögulegt að velja þær leiðir sem eru skástar. Það er mikilvægt að hvert ríki styðjist við samstarf við alþjóðlegar stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en þau ættu þá að móta sína eigin stefnur og eiga að hafa rétt til þess,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í samtali við írska dagblaðið Irish Times í dag um stöðu ríkja sem lenda í alvarlegum efnahagserfiðleikum.

Í viðtalinu fjallar Steingrímur um þróun efnahagsmála hér á landi frá bankahruninu og hvernig stjórnvöld hafi tekið á þeim. Staðan hafi verið mjög slæm þegar núverandi stjórnvöld hafi tekið við. Efnahagskerfið hefði hrunið og þjóðfélagið hafi verið í gríðarlegu uppnámi. Fjölmenn mótmæli hafi átt sér stað sem þó hafi verið friðsamleg.

Hann segir að Írar séu á margan hátt að takast á við hluti núna sem Íslendingar hefðu þegar þurft að fara í gegnum. Íslensk stjórnvöld hefðu orðið að byggja upp nýtt bankakerfi og til þess að geta það hafi þurft að leita eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og lánum frá hinum Norðurlöndunum. Vonir stæðu hins vegar til þess að samstarfinu við sjóðinn lyki næsta haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert