Upp úr sauð á þingi

Höskuldur Þórhallsson og Birgir Ármannsson á Alþingi.
Höskuldur Þórhallsson og Birgir Ármannsson á Alþingi.

Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, vildi ræða um fundarstjórn forseta. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti þingsins, taldi að Höskuldur væri að ræða efnislega um tiltekið mál og bað hann um að víkja úr ræðustóli.

Höskuldur reyndi að tala áfram en Ásta Ragnheiður sló í bjöllu sína, tilkynnti síðan að þingfundi væri frestað um fimm mínútur og boðaði þingflokksformenn á sinn fund.

„Það er ótrúleg skömm að fundarstjórn forseta hér," sagði Höskuldur þá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert