Skútu rak vélarvana

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í kvöld send til að aðstoða skútu sem orðið hafði vélarvana skammt undan álverinu í Straumsvík og rak hratt til lands en þyrlan hafði þá verið við æfingar. Einnig voru björgunarbátar sendir frá Hafnarfjarðarhöfn á staðinn.

Áhöfn skútunnar tókst þó að koma vél hennar í gang rétt áður en hana rak upp í fjöruna og var henni síðan fylgt til Hafnarfjarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert