Hjólreiðamennirnir hólpnir

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með ferðamennina kl. 16:02 í Reykjavík. Við …
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með ferðamennina kl. 16:02 í Reykjavík. Við fyrstu skoðun amaði ekkert að fólkinu. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hjólreiðamennirnir þrír sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag á Fjórðungssandi vestan við Þjórsá eru komnir til byggða með þyrlunni heilir á húfi. 

Um var að ræða þrjá erlenda ferðamenn; tvo karlmenn og eina konu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni virtist ekkert ama að fólkinu. Ástæða útkallsins mun að líkindum hafa verið erfið færð en svæðið er mjög erfitt yfirferðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert