Viðbragðshópur gegn lyfjamisnotkun

Velferðarráðherra hefur ákveðið að skipa viðbragðshóp til að stemma stigu  við misnotkun  methýlfenídat lyfja, meðal annrs ritalins og concerta, og annarra  lyfseðilsskyldra  lyfja  sem sýnt er  að  notuð  eru  til  sölu og  dreifingar meðal fíkla  á Íslandi.

Á hópurinn að leggja fram tillögur til ráðherra fyrir 10. júní um aðgerðir sem hægt sé að grípa til nú þegar en beini svo vinnu sinni að aðgerðum til lengri tíma.

Tillögurnar skulu ná  yfir aðgerðir varðandi eftirlit, skráningu, aðgengi að upplýsingum, takmörkun á aðgengi og bráðaúrræði á meðferðarstfnunum sviði eftirlits, skráningu, aðgengis  að  upplýsingum,  takmörkunar á  aðgengi og bráðaúrræða vegna misnotkunar.

Hópinn  skipa: Margrét Björnsdóttir, skipuð af velferðarráðherra, formaður,
Einar Magnússon, skipaður af velferðarráðherra, Lára Björnsdóttir, skipuð af velferðarráðherra, Geir Gunnlaugsson, tilnefnur af landlæknisembættinu, Hulda Harðardóttir, tilnefnd af Lyfjafræðingafélagi Íslands, Þórarinn Tyrfingsson, tilnefndur af Læknafélagi Íslands  og Steingrímur Ari Arason, tilnefndur af Sjúkratryggingum Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert