Engar rannsóknir fyrr en rammaáætlun liggur fyrir

Grændalur milli Hveragerðis og Ölkelduháls.
Grændalur milli Hveragerðis og Ölkelduháls. mbl.is/RAX

Rafmagnsveitur ríkisins segja, að ekki verði farið í neinar rannsóknir í Grændal í Ölfusi fyrr en   vinnu við svonefnda rammaáætlun sé lokið.  Hafi Orkustofnun samþykkt það.

Landvernd gagnrýndi í gær, að Orkustofnun hefði veitt leyfi til borana í Grændal í Ölfusi í tengslum við jarðhitarannsóknir. Grændalur sé svæði með verndargildi á heimsvísu og verðskuldi hámarksvernd að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Sunnlensk Orka ehf., dótturfélag RARIK, fékk þann 10. maí rannsóknarleyfi sem nær til jarðhita, grunnvatns o.fl. í Grændal í Ölfusi. Í yfirlýsingu, sem Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, skrifar undir, segir að ekki verði farið í neinar rannsóknir á svæðinu fyrr en vinnu við rammaáætlun sé lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert