Lagt af stað hringinn

Lagt af stað í hringhlaupið í morgun.
Lagt af stað í hringhlaupið í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Tvenn hjón hófu í morgun að hlaupa hringinn um landið  til að safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Ætla þau að leggja að baki 100 km á dag í fimmtán daga.

Signý Gunnarsdóttir og Sveinn Benedikt Rögnvaldsson hafa fylgt syni sínum Gunnari Hrafni eða Krumma í gegnum erfiða meðferð við hvítblæði og birtist áhrifarík frásögn af því í máli og myndum í Sunnudagsmogganum nýlega.

Þau hlaupa hringinn ásamt systur Sveins og mági, Ölmu Maríu Rögnvaldsdóttur og Guðmundi Guðnasyni.  Dagbókarfærslur verða á vefsíðunni www.mfbm.is og Facebook og þar getur fólk fylgst með ferðalaginu.

Fólk getur styrkt framtakið með því að senda sms í símanúmerin 904-1001 (1000 kr.), 904-1003 (3000 kr.) og 904-1005 (5000 kr.) eða komið með áheit á vefsíðu söfnunarinnar.

Erfitt að horfa á Krumma líða illa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert