Skiptir í tvö horn með tíðarfarið í maí

Fallegt sólsetur og snjór í Kópavogi í maímánuði.
Fallegt sólsetur og snjór í Kópavogi í maímánuði. mbl.is/Ómar

Í maímánuði eru landsmenn oft farnir að bíða óþreyjufullir eftir sumrinu. Vorið virtist ætla að verða gott í upphafi mánaðarins en veturinn bankaði aftur upp á og leit í stutta heimsókn er á mánuðinn leið.

Það skipti algjörlega í tvö horn með tíðarfarið í nýliðnum maímánuði samkvæmt yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings.

Hiti var langt yfir meðallagi fyrstu tíu dagana í maí og vel yfir því fram til hins 19. Þá kólnaði verulega, sérlega kalt var í nokkra daga og svöl tíð hélst til mánaðamóta. Eins og skemmst er að minnast gerði norðanáhlaup dagana 23. og 24. maí og snjóaði þá víða norðanlands og austan.

Í umfjöllun um veðurfar maímánaðar í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að lægsti hiti mánaðarins mældist -13,8 stig á Brúarjökli hinn 25. maí. Er það lægsti hiti sem mælst hefur á landinu þennan ákveðna dag mánaðarins. Eins var með lægsta hita í byggð sem mældist sama dag -8,2 stig á Grímsstöðum á Fjöllum. Hæsti hiti í mánuðinum mældist 18,4 stig á Þingvöllum hinn 8. maí. Meðalhiti í maí var hæstur í Skaftafelli, 7,3 stig. Lægstur var hann í byggð 2,3 stig í Möðrudal.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert