„Held að menn séu búnir að fá nóg af sumarþingum“

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að það hefði verið ágætt ef úttekt hagfræðingahóps á vegum sjávarútvegsráðherra á hagfræðilegum áhrifum af frumvarpinu um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi hefði legið fyrir áður en Jón Bjarnason mælti fyrir frumvarpinu. Ráðherrann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær.

„En það skiptir nú ekki öllu máli, í þessum efnum, hvort verið er að mæla fyrir frumvarpinu eða það er komið til nefndar þegar úttektin verður tilbúin,“ sagði fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að þegar hagfræðileg greining á áhrifum þessara breytinga lægi fyrir, þá yrði sest yfir hana og hún metin í meðferð málsins,“ sagði Steingrímur.

Þar sem ekkert samkomulag liggur fyrir um starfslok Alþingis var Steingrímur spurður hvort hann teldi að haldið yrði sumarþing, eins og forsætisráðherra hefur látið í veðri vaka að gæti orðið: „Það held ég ekki. Ég held að menn séu búnir að fá nóg af sumarþingum tvö undanfarin ár, þannig að það væri ákaflega æskilegt ef það yrði sæmilegur friður um að ljúka störfum þingsins um svipað leyti og áformað hefur verið, en það er ekki hægt að gefa sér slíka niðurstöðu fyrirfram.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert