Hreyfing komin á fjárfesta

Katrín Júlíusdóttir og fleiri ráðherrar á Alþingi.
Katrín Júlíusdóttir og fleiri ráðherrar á Alþingi.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagði á Alþingi í dag fjölmargt á döfinni þegar kemur að fjárfestingum á Íslandi. Skrifað hafi verið undir þrjá nýja fjárfestingasamninga og unnið að gerð þess fjórða. Hún sagði eftirspurn vera að aukast og hreyfingu vera komna á fjárfesta.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði iðnaðarráðherra út í málið og vitnaði í ræðu forsætisráðherra fyrir skömmu þar sem fram kom að fjárfestingar í orkufrekum iðnaði gætu verið upp á þrjá til fjóra milljarða á næstu árum með tilheyrandi fjölda nýrra starfa. Jón bað ráðherra að fara yfir þetta nánar.

Katrín sagði ánægjulegt að samkeppni væri um orkuna sem framleidd er hér á landi og Landsvirkjun metur eftirspurnina gróflega upp á 1.600 megavött. Hún sagði ljóst að ekki verði framleidd svo mikil orka en hins vegar sé ánægjulegt að svo mikil eftirspurn sé.

Þá sagði Katrín það staðreynd að átta til tíu aðilar væru í viðræðum um kaup á orku á norðausturlandi og samningur verði gerður við einn eða fleiri aðila á næstu mánuðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert