„Þetta er ekki hægt"

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

„Þetta er ekki hægt," sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag þegar hann ræddi um vinnubrögð á þinginu nú í lok vorþings.

Hann sagði að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd hefði á síðasta sólarhring fjallað um svonefnt minna frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stjórn fiskveiða, í  7,5 stundir. Fundað var í nefndinni í gærmorgun, í gærkvöldi langt fram á nótt og aftur í morgun.

Allir sem hefðu veitt álit á frumvarpinu hefðu verið neikvæðir, talið frumvarpið vanbúið, muni engum árangri skila  og kunni jafnvel að brjóta gegn stjórnarskrá. Þá sé óljóst fyrir hvern verið sé að setja þessi lög. 

Sagði Sigurður að það væri með ólíkindum að verið sé að fjalla um þetta mál með það fyrir augum að klára það á næstu dögum og sólarhringum.

„Þetta er ekki hægt, þetta er ofbeldi framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi," sagði Sigurður.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert