Jöklar á hröðu undanhaldi

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er skýrt dæmi um afleiðingar hlýnunar. Það tók að myndast árið 1934. Þá var sporður Breiðamerkurjökuls um einn kílómetra frá sjó. Nú er hann um  sex kílómetra frá sjónum.

Breytingarnar á jöklum landsins eru einna stórfenglegastar í sunnanverðum Vatnajökli. Jökulsárlónið hefur um árabil verið einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Fleiri lón er að finna við suðurjaðar Vatnajökuls og ný lón eru að myndast.

Flosi Björnsson á Kvískerjum í Öræfum tók mynd af Helga bróður sínum á Kvískerjafjöru þann 9. júní 1937. Í baksýn sést Breiðamerkurfjall og Fjallsjökull vinstra megin og Breiðamerkurjökull hægra megin. Skriðjöklarnir ná saman fyrir framan fjallið.

Þann 4. júní síðastliðinn fór Helgi, sem nú er 86 ára, með blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins á Kvískerjafjöru. Staðnæmst var á svipuðum slóðum og myndin var tekin fyrir 74 árum. Þegar myndirnar eru bornar saman sést greinilega hvað jöklarnir hafa látið mikið á sjá og rýrnað á alla kanta.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert