Þingfundum frestað

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis. mbl.is/Kristinn

Þingfundum var frestað um klukkan 19.40 í kvöld til 2. september næstkomandi. Alþingi mun þó koma saman til hátíðarfundar miðvikudaginn 15. júní í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar forseta.

Alþingi samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir frestun þingfunda „litla kvótafrumvarpið“, frumvarp um þingsköp Alþingis, og frumvarp um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. 

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði frestun þingfunda nú vera eins nærri starfsáætlun sem gerð var í haust og hægt var. Hún sagði að sér, sem forseta, væri efst í huga afgreiðsla frumvarpsins um þingsköp og frumvarps um rannsóknarnefndir.

„Það er einlæg von mín að þær veigamiklu breytingar sem við höfum gert á þingsköpunum verði Alþingi og störfum þess til heilla,“ sagði Ásta Ragnheiður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert