Nefnd bregðist við rannsóknarskýrslunni

Grensáskirkja þar sem kirkjuþing var haldið
Grensáskirkja þar sem kirkjuþing var haldið mbl.is/

Kirkjuþing kaus fimm manna nefnd úr hópi fulltrúa sinna til að bregðast frekar við niðurstöðum rannsóknarskýrslu þingsins. Var tillaga þess efnis samþykkt mótatkvæðalaust nú fyrir stundu. Ekki var lagt til að neinn segði af sér vegna biskupsmálsins í tillögunni.

Var tillagan flutt af forsætisnefnd kirkjuþings og var samþykkt mótatkvæðalaust. Lagði nefndin síðan til fimm fulltrúa og var tillaga um þá samþykkt samhljóða.

Verður Magnús E. Kristjánsson, formaður nefndarinnar en auk hans eiga sæti í henni þau Birna G. Konráðsdóttir, Elínborg Gísladóttir. Margrét Jónsdóttir og Svavar Stefánsson.

Bað kirkjuþing þolendur kynferðisbrota sem  hafa verið órétti beittir í samskiptum við þjóna kirkjunnar og lykilstofnanir hennar fyrirgefningar. Var það harmað að viðbrögð og starfshættir þjóðkirkjunnar vegna ásakana um kynferðisbrot innan hennar hafi ekki alltaf verið sem skyldi.

Þingið ætlaðist til að á málum sem varða ofbeldi verði ávalt tekið af fullri virðingu, sanngirni og skilningi. Var hvatt til að leitað yrði samstarfs við málsaðila og fagfólk sem hafi þekkingu á hvernig á að vinna úr kynferðisbrotamálum.

Þingsályktun kirkjuþings sem samþykkt var.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert