Olíuleitarútboði hugsanlega frestað

Bjóða átti út sérleyfi til olíurannsókna á drekasvæði í sumar.
Bjóða átti út sérleyfi til olíurannsókna á drekasvæði í sumar.

Öðru útboði sérleyfa til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu sem fara átti fram á fram á tímabilinu 1. ágúst til 1. desember nk. verður hugsanlega frestað, þar sem Alþingi afgreiddi ekki nauðsynleg lagafrumvörp. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttinni sagði, að þó svo full samstaða hafi verið um frumvörpin hafi þau ekki ratað á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Útboðið hefur að undanförnu verið kynnt erlendis og útboðsgögn miðuð við þær breytingar sem gera átti með samþykkt frumvarpanna. Því stangast gildandi lög á við útboðsgögnin og um það sé rætt að fresta útboðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert