Strekkingurinn felldi pizzutjaldið

Þótt strákarnir væru snarir í snúningum náðu þeir ekki að …
Þótt strákarnir væru snarir í snúningum náðu þeir ekki að halda í við náttúruöflin. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Undirbúningur fyrir hátíðina á Hrafnseyri við Arnarfjörð í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta, er á lokastigi. Í dag var verið að setja upp tjöld sem hýsa veitingasölu og markað.

Ekki hjálpaði strekkingurinn Sigmundi Þórðarsyni húsasmíðameistara á Þingeyri og félögum hans. Á meðan þeir skruppu í mat komst vindurinn í í pizzutjaldið og þótt strákarnir væru snarir í snúningum náðu þeir ekki að halda í við náttúruöflin og fauk það á hliðina. Þeir létu það ekki á sig fá og héldu áfram sínu verki.

Á sama tíma er verið að leggja lokahönd á endurbætur á húsnæði Safns Jóns Sigurðssonar og uppsetningu nýrrar sýningar um líf hans og störf.
Sýningin verður opnuð á hátíðinni á Hrafnseyri, 17. júní, á fæðingardegi Jóns.

Mikið þurfti tli að tjalda í rokinu.
Mikið þurfti tli að tjalda í rokinu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Svona leit pizzutjaldið út þegar búið var að tjalda.
Svona leit pizzutjaldið út þegar búið var að tjalda. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert