„Frumvarpið fær falleinkunn"

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ segir að frumvarp um breytingar á stjórn fiskveiða fái falleinkunn í úttekt sem hópur sérfræðinga hefur unnið fyrir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið.

„Þetta frumvarp er ekki aðeins stórskaðlegt íslenskum sjávarútvegi og öllum sem við hann starfa heldur efnahag þjóðarinnar í heild. Frumvarpið fær falleinkunn í þessari hagfræðiúttekt. Öllum hlýtur að vera orðið ljóst að draga þarf frumvarpið til baka og hefja vandaða vinnu við undirbúning að gerð frumvarps um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða með aðkomu fulltrúa allra þeirra sem í sjávarútvegi starfa," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, á vef sambandsins.

Í greinargerðinni er einnig fjallað um áhrif frumvarpsins á lánveitendur sjávarútvegsfyrirtækjanna og þau sögð veruleg. Þar segir: „Í ljósi þess að lánveitingar til sjávarútvegs eru að stórum hluta í eigu banka í opinberri eigu er því ljóst að afleiðingarnar munu bitna á skattgreiðendum með beinum hætti fari áhrif þeirra umfram getu sjávarútvegsfyrirtækjanna til að taka þær á sig."

Þar er ennfremur rakið, að á undangengnum áratugum hafi sífellt fleiri ríki tekið upp stjórnkerfi sem grundvallast á nýtingarrétti. „Aflamarkskerfi hafa því verið forsenda fyrir betri nýtingu á auðlindum sjávar."   
Varað við breytingum

Í greinargerðinni, eru settir fyrirvarar við marga þætti frumvarpsins og jafnvel varað við þeim: „Sérfræðihópurinn varar við breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem takmarka getu fyrirtækjanna til að nýta sér tækifæri á markaði eða draga úr hvötum til langtímahugsunar í skipulagi veiða og vinnslu. Á þetta jafnt við um strandveiðar, byggðakvóta, takmarkanir á framsali aflaheimilda og reglur um aðgengi að leiguhluta."

Vikið er að byggðaþróun í greinargerðinni: „Ef pólitískur meirihluti er fyrir því að grípa til aðgerða til varnar þeim byggðarlögum sem eiga undir högg að sækja vegna fólksfækkunar þá er eðlilegt að það sé gert á samfélagslegum grunni en ekki lagt á herðar einnar atvinnugreinar."

Um lengd samningstíma segir í greinargerðinni: „Sérfræðihópurinn telur úthlutunartímann samkvæmt frumvarpinu mjög skamman og að óvissan um framlengingu, bæði eftir 15 og 23 ár brjóti í bága við inntak samningaleiðar." Og ennfremur: „Miklu skiptir hvort nýtingarrétturinn er tímabundinn eða varanlegur og eykst skilvirknin eftir því sem rétturinn nær til lengri tíma. Þessi áhrif spila hins vegar saman við líkur á endurnýjun tímabundins nýtingaréttar."

Í greinargerðinni segir um hækkun auðlindagjalds: „Sérfræðihópurinn telur að tillögur frumvarpsins um gjaldtöku séu innan hóflegra marka ef litið er til auðlindarentu eins og um nýja ónumda auðlind væri að ræða. Á hinn bóginn eru áhrif hennar á rekstur einstakra fyrirtækja mun neikvæðari."   
Þar segir einnig:

„Sérfræðihópurinn vill undirstrika að ekki sé hægt að horfa á gjaldtökuna í afmörkuðu tilliti. Gjaldtakan verður að vera í samræmi við aðra þætti umgjarðar fiskveiðistjórnunarkerfisins. Ef vegið er að möguleikum til hagræðingar og langtímahagkvæmni mun það skerða umfang auðlindarentunnar og draga úr getu útgerðarinnar til að standa undir gjaldtökunni. Þannig er gjaldtakan einungis hófleg sé hún skoðuð ein og sér. Í samhengi við aðrar tillögur frumvarpsins getur hún hins vegar ekki talist það."

Ekki er vikið að því í greinargerðinni að stærstur hluti tekna sjávarútvegsins rennur nú þegar með beinum og óbeinum hætti til ríkisins í gegnum skattkerfið, segir enn fremur á vef LÍÚ.

Um takmarkanir á framsali og algjörtu banni þess eftir 15 ár segir: „Í frumvarpinu er vegið mjög að framsali aflaheimilda. Almenn samstaða er meðal sérfræðinga í auðlindahagfræði að viðskipti með aflaheimildir skipti miklu máli um hagkvæmni í sjávarútvegi. Reynsla af framsali rennir einnig mjög stoðum undir þessa skoðun. Viðskipti með aflaheimildir grisja úr þá aðila sem síður standa sig í veiðum og hleypa þeim að sem standa betur að vígi. Sérfræðihópurinn mælir því eindregið gegn slíkum takmörkunum."

Í greinargerðinni segir um hugmyndir að banna veðsetningu aflaheimilda: „Sérfræðihópurinn telur bann við veðsetningu óráðlegt" og síðar í umfjöllun sinni: „Miðað við núverandi aðstæður er verðmæti aflahlutdeilda það mikið og það stór hluti af heildarfjárbindingu í útgerð að það yrði mjög mikið óhagræði af því að meina fyrirtækjunum að veðsetja aflaheimildir. Þetta bann jafngildir því að hækka eiginfjárkröfu sjávarútvegsfyrirtækja langt upp fyrir það sem eðlilegt er talið í öðrum greinum. Í því felst umtalsverð skattlagning á fyrirtæki í greininni umfram það sem aðrir þættir frumvarpsins kveða á um og umfram skattlagningu á önnur fyrirtæki almennt."


Um strandveiðar segir í greinargerðinni: „Strandveiðar eru í eðli sínu ólympískar veiðar en reynsla af slíkum veiðum, hér á landi sem og annars staðar, er mjög á einn veg. Þær leiða til kapphlaups um afla sem hækkar sóknarkostnað, lækkar verðmæti afla og hvetja til brottkasts meðafla. Sérfræðihópurinn telur mikilvægt að stjórnvöld séu sér meðvituð um þessa hættu og þann kostnað sem þessum veiðum mun fylgja. Jafnframt leggur sérfræðihópurinn á það áherslu að strandveiðar greiði sama auðlindagjald og aðrar veiðar svo koma megi í veg fyrir að allri auðlindarentu í þeim sé sóað."

Um byggðakvóta segir í greinargerðinni: „Sérfræðihópurinn telur að byggðakvóta sé úthlutað of seint og til of skamms tíma til að líklegt sé að hann hafa veruleg jákvæð áhrif á stöðugleika efnahagslífs á landsbyggðinni. Jafnframt bjóða reglur um úthlutun heim hættunni á rentusókn. Gegnsærra og farsælla væri að styðja byggðarlög í vanda með fjárframlögum sem þau geta varið til þeirra verkefna sem þau telja brýnust, s.s. langtímauppbyggingar atvinnustarfsemi."

Í greinargerðinni er bent á að takmarkanir á framsali aflaheimilda muni gera nýliðun erfiða í aflamarkskerfinu. Bann við veðsetningu aflaheimilda geri fjármögnun dýra og erfiða. Þá er bent á að skammtímahugsun við úthlutun leigukvóta skapi óvissu. „Fáar fjármálastofnanir eru tilbúnar að lána fyrirtækjum sem búa við fullkomna óvissu um veltu," segir orðrétt í greinargerðinni og einnig: „Að þessu leyti er frumvarpið beinlínis fjandsamlegt nýliðum."

Í lokamálsgrein inngans að greinargerðinni hvetur sérfræðihópurinn til vandaðra vinnubragða: „Að síðustu vill sérfræðihópurinn benda á þau neikvæðu áhrif sem ósætti og deilur um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar hafa á rekstrarskilyrði útgerðarinnar, áhuga á fjárfestingum í greininni og nýliðun. Útgerð er áhættusöm atvinnugrein. Óvissa um þróun stofnstærða, skilyrði til veiða og ástand á mörkuðum er mikil. Ofan á þessa óvissu bætist síðan pólitísk óvissa um framtíð fiskveiðistjórnunar. Mikilvægt er að þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum séu vandaðar í hvívetna svo tryggja megi sjávarútvegnum stöðuga umgjörð sem er forsenda hagkvæmrar langtímanýtingar auðlinda sjávar."

mbl.is

Innlent »

Hætta á skriðuföllum

06:39 Útlit er fyrir að suðaustlægar áttir verði ríkjandi fram yfir helgi með rigninu af og til um allt land en varla heill þurr dagur suðaustan til á landinu. Því má búast við vatnavöxtum á því svæði sem eykur einnig líkur á skriðuföllum. Meira »

Rólegt á lögregluvaktinni

05:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið um eitt í nótt vegna gruns um að ökumaður væri að aka undir áhrifum fíkniefna/lyfja. Meira »

Andlát: Einar Friðrik Kristinsson

05:30 Einar Friðrik Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, er látinn, 76 ára að aldri. Einar lést á líknardeild Landspítalans sl. fimmtudag, 21. september. Hann fæddist 21. ágúst 1941 í Vestmannaeyjum. Meira »

Andlát: Örn Ingi Gíslason

05:30 Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 23. september, 72 að aldri. Hann fæddist á Akureyri 2. júní 1945 og bjó þar alla tíð. Móðir Arnar Inga var Guðbjörg Sigurðardóttir húsmóðir og kjörfaðir Gísli Einarsson sjómaður. Meira »

Samkeppnin fer harðnandi í fluginu

05:30 Sveinn Þórarinsson, greinandi í hlutabréfum hjá Landsbankanum, segir það munu auka þrýstinginn á verð farmiða yfir Norður-Atlantshafið að dótturfélag flugfélagsins Norwegian hafi fengið flugleyfi til Bandaríkjanna. Meira »

Áherslur SI hinar sömu og meistara

05:30 „Þvert á það sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins hafa Samtök iðnaðarins staðið vörð um fagmennsku og gætt hagsmuna iðnmeistara með því að gera yfirvöldum grein fyrir þeim sem bjóða fram þjónustu án tilskilinna réttinda.“ Meira »

Andarnefja heimsótti Friðarhöfn

05:30 Hvalur, um sjö metra langur, sást í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Talið er að um andarnefju sé að ræða. Hvalurinn synti um höfnina og virtist vera við góða heilsu. Friðarhöfn er innst í Vestmannaeyjahöfn. Meira »

Einar ráðinn þjóðgarðsvörður

05:30 Þingvallanefnd hefur samþykkt að ráða Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins, til eins árs í stöðu þjóðgarðsvarðar, frá og með 1. október nk. Meira »

Enginn hefur skoðað Núp

05:30 Ríkiskaup auglýstu í júlí síðastliðnum til sölu þrjár húseignir að Núpi í Dýrafirði. Um er að ræða skólabyggingu og tvær heimavistir, alls rúmlega 4.500 fermetra. Meira »

Rafknúnir bátar undanþegnir gjöldum

05:30 Í nýsamþykktri gjaldskrá Faxaflóahafna fyrir árið 2018 var sett inn nýtt ákvæði til bráðabirgða um að bátar sem alfarið eru knúnir rafmagni og notaðir til skipulagðra siglinga með farþega séu undanþegnir bryggju- og lestargjaldi til ársloka 2025. Meira »

Andrúmsloftið í Framsókn hreinsast

05:30 Ásakanir ganga á víxl vegna brotthvarfs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum síðastliðinn sunnudag.  Meira »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...