„Frumvarpið fær falleinkunn"

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ segir að frumvarp um breytingar á stjórn fiskveiða fái falleinkunn í úttekt sem hópur sérfræðinga hefur unnið fyrir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið.

„Þetta frumvarp er ekki aðeins stórskaðlegt íslenskum sjávarútvegi og öllum sem við hann starfa heldur efnahag þjóðarinnar í heild. Frumvarpið fær falleinkunn í þessari hagfræðiúttekt. Öllum hlýtur að vera orðið ljóst að draga þarf frumvarpið til baka og hefja vandaða vinnu við undirbúning að gerð frumvarps um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða með aðkomu fulltrúa allra þeirra sem í sjávarútvegi starfa," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, á vef sambandsins.

Í greinargerðinni er einnig fjallað um áhrif frumvarpsins á lánveitendur sjávarútvegsfyrirtækjanna og þau sögð veruleg. Þar segir: „Í ljósi þess að lánveitingar til sjávarútvegs eru að stórum hluta í eigu banka í opinberri eigu er því ljóst að afleiðingarnar munu bitna á skattgreiðendum með beinum hætti fari áhrif þeirra umfram getu sjávarútvegsfyrirtækjanna til að taka þær á sig."

Þar er ennfremur rakið, að á undangengnum áratugum hafi sífellt fleiri ríki tekið upp stjórnkerfi sem grundvallast á nýtingarrétti. „Aflamarkskerfi hafa því verið forsenda fyrir betri nýtingu á auðlindum sjávar."   
Varað við breytingum

Í greinargerðinni, eru settir fyrirvarar við marga þætti frumvarpsins og jafnvel varað við þeim: „Sérfræðihópurinn varar við breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem takmarka getu fyrirtækjanna til að nýta sér tækifæri á markaði eða draga úr hvötum til langtímahugsunar í skipulagi veiða og vinnslu. Á þetta jafnt við um strandveiðar, byggðakvóta, takmarkanir á framsali aflaheimilda og reglur um aðgengi að leiguhluta."

Vikið er að byggðaþróun í greinargerðinni: „Ef pólitískur meirihluti er fyrir því að grípa til aðgerða til varnar þeim byggðarlögum sem eiga undir högg að sækja vegna fólksfækkunar þá er eðlilegt að það sé gert á samfélagslegum grunni en ekki lagt á herðar einnar atvinnugreinar."

Um lengd samningstíma segir í greinargerðinni: „Sérfræðihópurinn telur úthlutunartímann samkvæmt frumvarpinu mjög skamman og að óvissan um framlengingu, bæði eftir 15 og 23 ár brjóti í bága við inntak samningaleiðar." Og ennfremur: „Miklu skiptir hvort nýtingarrétturinn er tímabundinn eða varanlegur og eykst skilvirknin eftir því sem rétturinn nær til lengri tíma. Þessi áhrif spila hins vegar saman við líkur á endurnýjun tímabundins nýtingaréttar."

Í greinargerðinni segir um hækkun auðlindagjalds: „Sérfræðihópurinn telur að tillögur frumvarpsins um gjaldtöku séu innan hóflegra marka ef litið er til auðlindarentu eins og um nýja ónumda auðlind væri að ræða. Á hinn bóginn eru áhrif hennar á rekstur einstakra fyrirtækja mun neikvæðari."   
Þar segir einnig:

„Sérfræðihópurinn vill undirstrika að ekki sé hægt að horfa á gjaldtökuna í afmörkuðu tilliti. Gjaldtakan verður að vera í samræmi við aðra þætti umgjarðar fiskveiðistjórnunarkerfisins. Ef vegið er að möguleikum til hagræðingar og langtímahagkvæmni mun það skerða umfang auðlindarentunnar og draga úr getu útgerðarinnar til að standa undir gjaldtökunni. Þannig er gjaldtakan einungis hófleg sé hún skoðuð ein og sér. Í samhengi við aðrar tillögur frumvarpsins getur hún hins vegar ekki talist það."

Ekki er vikið að því í greinargerðinni að stærstur hluti tekna sjávarútvegsins rennur nú þegar með beinum og óbeinum hætti til ríkisins í gegnum skattkerfið, segir enn fremur á vef LÍÚ.

Um takmarkanir á framsali og algjörtu banni þess eftir 15 ár segir: „Í frumvarpinu er vegið mjög að framsali aflaheimilda. Almenn samstaða er meðal sérfræðinga í auðlindahagfræði að viðskipti með aflaheimildir skipti miklu máli um hagkvæmni í sjávarútvegi. Reynsla af framsali rennir einnig mjög stoðum undir þessa skoðun. Viðskipti með aflaheimildir grisja úr þá aðila sem síður standa sig í veiðum og hleypa þeim að sem standa betur að vígi. Sérfræðihópurinn mælir því eindregið gegn slíkum takmörkunum."

Í greinargerðinni segir um hugmyndir að banna veðsetningu aflaheimilda: „Sérfræðihópurinn telur bann við veðsetningu óráðlegt" og síðar í umfjöllun sinni: „Miðað við núverandi aðstæður er verðmæti aflahlutdeilda það mikið og það stór hluti af heildarfjárbindingu í útgerð að það yrði mjög mikið óhagræði af því að meina fyrirtækjunum að veðsetja aflaheimildir. Þetta bann jafngildir því að hækka eiginfjárkröfu sjávarútvegsfyrirtækja langt upp fyrir það sem eðlilegt er talið í öðrum greinum. Í því felst umtalsverð skattlagning á fyrirtæki í greininni umfram það sem aðrir þættir frumvarpsins kveða á um og umfram skattlagningu á önnur fyrirtæki almennt."


Um strandveiðar segir í greinargerðinni: „Strandveiðar eru í eðli sínu ólympískar veiðar en reynsla af slíkum veiðum, hér á landi sem og annars staðar, er mjög á einn veg. Þær leiða til kapphlaups um afla sem hækkar sóknarkostnað, lækkar verðmæti afla og hvetja til brottkasts meðafla. Sérfræðihópurinn telur mikilvægt að stjórnvöld séu sér meðvituð um þessa hættu og þann kostnað sem þessum veiðum mun fylgja. Jafnframt leggur sérfræðihópurinn á það áherslu að strandveiðar greiði sama auðlindagjald og aðrar veiðar svo koma megi í veg fyrir að allri auðlindarentu í þeim sé sóað."

Um byggðakvóta segir í greinargerðinni: „Sérfræðihópurinn telur að byggðakvóta sé úthlutað of seint og til of skamms tíma til að líklegt sé að hann hafa veruleg jákvæð áhrif á stöðugleika efnahagslífs á landsbyggðinni. Jafnframt bjóða reglur um úthlutun heim hættunni á rentusókn. Gegnsærra og farsælla væri að styðja byggðarlög í vanda með fjárframlögum sem þau geta varið til þeirra verkefna sem þau telja brýnust, s.s. langtímauppbyggingar atvinnustarfsemi."

Í greinargerðinni er bent á að takmarkanir á framsali aflaheimilda muni gera nýliðun erfiða í aflamarkskerfinu. Bann við veðsetningu aflaheimilda geri fjármögnun dýra og erfiða. Þá er bent á að skammtímahugsun við úthlutun leigukvóta skapi óvissu. „Fáar fjármálastofnanir eru tilbúnar að lána fyrirtækjum sem búa við fullkomna óvissu um veltu," segir orðrétt í greinargerðinni og einnig: „Að þessu leyti er frumvarpið beinlínis fjandsamlegt nýliðum."

Í lokamálsgrein inngans að greinargerðinni hvetur sérfræðihópurinn til vandaðra vinnubragða: „Að síðustu vill sérfræðihópurinn benda á þau neikvæðu áhrif sem ósætti og deilur um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar hafa á rekstrarskilyrði útgerðarinnar, áhuga á fjárfestingum í greininni og nýliðun. Útgerð er áhættusöm atvinnugrein. Óvissa um þróun stofnstærða, skilyrði til veiða og ástand á mörkuðum er mikil. Ofan á þessa óvissu bætist síðan pólitísk óvissa um framtíð fiskveiðistjórnunar. Mikilvægt er að þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum séu vandaðar í hvívetna svo tryggja megi sjávarútvegnum stöðuga umgjörð sem er forsenda hagkvæmrar langtímanýtingar auðlinda sjávar."

mbl.is

Innlent »

Áfram stórhríð og vindur

22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi stjórnarmeðlimi Pressunnar. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Ferðir féllu niður í dag

17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Stimplar
...
Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
Armbönd
...
 
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...