„Frumvarpið fær falleinkunn"

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ segir að frumvarp um breytingar á stjórn fiskveiða fái falleinkunn í úttekt sem hópur sérfræðinga hefur unnið fyrir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið.

„Þetta frumvarp er ekki aðeins stórskaðlegt íslenskum sjávarútvegi og öllum sem við hann starfa heldur efnahag þjóðarinnar í heild. Frumvarpið fær falleinkunn í þessari hagfræðiúttekt. Öllum hlýtur að vera orðið ljóst að draga þarf frumvarpið til baka og hefja vandaða vinnu við undirbúning að gerð frumvarps um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða með aðkomu fulltrúa allra þeirra sem í sjávarútvegi starfa," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, á vef sambandsins.

Í greinargerðinni er einnig fjallað um áhrif frumvarpsins á lánveitendur sjávarútvegsfyrirtækjanna og þau sögð veruleg. Þar segir: „Í ljósi þess að lánveitingar til sjávarútvegs eru að stórum hluta í eigu banka í opinberri eigu er því ljóst að afleiðingarnar munu bitna á skattgreiðendum með beinum hætti fari áhrif þeirra umfram getu sjávarútvegsfyrirtækjanna til að taka þær á sig."

Þar er ennfremur rakið, að á undangengnum áratugum hafi sífellt fleiri ríki tekið upp stjórnkerfi sem grundvallast á nýtingarrétti. „Aflamarkskerfi hafa því verið forsenda fyrir betri nýtingu á auðlindum sjávar."   
Varað við breytingum

Í greinargerðinni, eru settir fyrirvarar við marga þætti frumvarpsins og jafnvel varað við þeim: „Sérfræðihópurinn varar við breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem takmarka getu fyrirtækjanna til að nýta sér tækifæri á markaði eða draga úr hvötum til langtímahugsunar í skipulagi veiða og vinnslu. Á þetta jafnt við um strandveiðar, byggðakvóta, takmarkanir á framsali aflaheimilda og reglur um aðgengi að leiguhluta."

Vikið er að byggðaþróun í greinargerðinni: „Ef pólitískur meirihluti er fyrir því að grípa til aðgerða til varnar þeim byggðarlögum sem eiga undir högg að sækja vegna fólksfækkunar þá er eðlilegt að það sé gert á samfélagslegum grunni en ekki lagt á herðar einnar atvinnugreinar."

Um lengd samningstíma segir í greinargerðinni: „Sérfræðihópurinn telur úthlutunartímann samkvæmt frumvarpinu mjög skamman og að óvissan um framlengingu, bæði eftir 15 og 23 ár brjóti í bága við inntak samningaleiðar." Og ennfremur: „Miklu skiptir hvort nýtingarrétturinn er tímabundinn eða varanlegur og eykst skilvirknin eftir því sem rétturinn nær til lengri tíma. Þessi áhrif spila hins vegar saman við líkur á endurnýjun tímabundins nýtingaréttar."

Í greinargerðinni segir um hækkun auðlindagjalds: „Sérfræðihópurinn telur að tillögur frumvarpsins um gjaldtöku séu innan hóflegra marka ef litið er til auðlindarentu eins og um nýja ónumda auðlind væri að ræða. Á hinn bóginn eru áhrif hennar á rekstur einstakra fyrirtækja mun neikvæðari."   
Þar segir einnig:

„Sérfræðihópurinn vill undirstrika að ekki sé hægt að horfa á gjaldtökuna í afmörkuðu tilliti. Gjaldtakan verður að vera í samræmi við aðra þætti umgjarðar fiskveiðistjórnunarkerfisins. Ef vegið er að möguleikum til hagræðingar og langtímahagkvæmni mun það skerða umfang auðlindarentunnar og draga úr getu útgerðarinnar til að standa undir gjaldtökunni. Þannig er gjaldtakan einungis hófleg sé hún skoðuð ein og sér. Í samhengi við aðrar tillögur frumvarpsins getur hún hins vegar ekki talist það."

Ekki er vikið að því í greinargerðinni að stærstur hluti tekna sjávarútvegsins rennur nú þegar með beinum og óbeinum hætti til ríkisins í gegnum skattkerfið, segir enn fremur á vef LÍÚ.

Um takmarkanir á framsali og algjörtu banni þess eftir 15 ár segir: „Í frumvarpinu er vegið mjög að framsali aflaheimilda. Almenn samstaða er meðal sérfræðinga í auðlindahagfræði að viðskipti með aflaheimildir skipti miklu máli um hagkvæmni í sjávarútvegi. Reynsla af framsali rennir einnig mjög stoðum undir þessa skoðun. Viðskipti með aflaheimildir grisja úr þá aðila sem síður standa sig í veiðum og hleypa þeim að sem standa betur að vígi. Sérfræðihópurinn mælir því eindregið gegn slíkum takmörkunum."

Í greinargerðinni segir um hugmyndir að banna veðsetningu aflaheimilda: „Sérfræðihópurinn telur bann við veðsetningu óráðlegt" og síðar í umfjöllun sinni: „Miðað við núverandi aðstæður er verðmæti aflahlutdeilda það mikið og það stór hluti af heildarfjárbindingu í útgerð að það yrði mjög mikið óhagræði af því að meina fyrirtækjunum að veðsetja aflaheimildir. Þetta bann jafngildir því að hækka eiginfjárkröfu sjávarútvegsfyrirtækja langt upp fyrir það sem eðlilegt er talið í öðrum greinum. Í því felst umtalsverð skattlagning á fyrirtæki í greininni umfram það sem aðrir þættir frumvarpsins kveða á um og umfram skattlagningu á önnur fyrirtæki almennt."


Um strandveiðar segir í greinargerðinni: „Strandveiðar eru í eðli sínu ólympískar veiðar en reynsla af slíkum veiðum, hér á landi sem og annars staðar, er mjög á einn veg. Þær leiða til kapphlaups um afla sem hækkar sóknarkostnað, lækkar verðmæti afla og hvetja til brottkasts meðafla. Sérfræðihópurinn telur mikilvægt að stjórnvöld séu sér meðvituð um þessa hættu og þann kostnað sem þessum veiðum mun fylgja. Jafnframt leggur sérfræðihópurinn á það áherslu að strandveiðar greiði sama auðlindagjald og aðrar veiðar svo koma megi í veg fyrir að allri auðlindarentu í þeim sé sóað."

Um byggðakvóta segir í greinargerðinni: „Sérfræðihópurinn telur að byggðakvóta sé úthlutað of seint og til of skamms tíma til að líklegt sé að hann hafa veruleg jákvæð áhrif á stöðugleika efnahagslífs á landsbyggðinni. Jafnframt bjóða reglur um úthlutun heim hættunni á rentusókn. Gegnsærra og farsælla væri að styðja byggðarlög í vanda með fjárframlögum sem þau geta varið til þeirra verkefna sem þau telja brýnust, s.s. langtímauppbyggingar atvinnustarfsemi."

Í greinargerðinni er bent á að takmarkanir á framsali aflaheimilda muni gera nýliðun erfiða í aflamarkskerfinu. Bann við veðsetningu aflaheimilda geri fjármögnun dýra og erfiða. Þá er bent á að skammtímahugsun við úthlutun leigukvóta skapi óvissu. „Fáar fjármálastofnanir eru tilbúnar að lána fyrirtækjum sem búa við fullkomna óvissu um veltu," segir orðrétt í greinargerðinni og einnig: „Að þessu leyti er frumvarpið beinlínis fjandsamlegt nýliðum."

Í lokamálsgrein inngans að greinargerðinni hvetur sérfræðihópurinn til vandaðra vinnubragða: „Að síðustu vill sérfræðihópurinn benda á þau neikvæðu áhrif sem ósætti og deilur um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar hafa á rekstrarskilyrði útgerðarinnar, áhuga á fjárfestingum í greininni og nýliðun. Útgerð er áhættusöm atvinnugrein. Óvissa um þróun stofnstærða, skilyrði til veiða og ástand á mörkuðum er mikil. Ofan á þessa óvissu bætist síðan pólitísk óvissa um framtíð fiskveiðistjórnunar. Mikilvægt er að þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum séu vandaðar í hvívetna svo tryggja megi sjávarútvegnum stöðuga umgjörð sem er forsenda hagkvæmrar langtímanýtingar auðlinda sjávar."

mbl.is

Innlent »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

21:13 Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »

Þriðji stóri skjálftinn á Reykjanesskaga

20:59 Þriðji jarðskjálftinn sem mældist í kringum fjóra að stærð varð á Reykjanesskaga um hálfníuleytið í kvöld.  Meira »

Fylgdust með tapinu á Ingólfstorgi

20:41 Töluverður hópur fólks var saman komin á Ingólfstorgi í kvöld til að fylgjast með leik Íslands og Austurríkis á EM. Blái liturinn var áberandi hjá áhorfendum sem augljóslega voru komnir til að styðja sínar konur. Meira »

Hundarnir njóta nuddsins

20:30 Þegar hundur Berglindar Guðbrandsdóttur tognaði fór hún með hann í hundanudd. Í kjölfarið ákvað hún að læra sjálf hundanudd, sem hún segir þurfa að vera gert á forsendum hundsins. Meira »

Tveir með annan vinning í Víkingalottó

19:53 Enginn var með allar tölur réttar í Vík­ingalottó­inu í kvöld, en fyrsti vinningur var tæpir 1,3 milljarðar króna. Tveir hlutu hins vegar annan vinning og fær hvor þeirra 15 milljónir króna í sinn hlut. Var annar miðinn keyptur á Íslandi en hinn í Noregi. Meira »

Slasaðist á Esjunni

20:15 Sækja þurfti konu upp á Esjuna í dag sökum þess að hún hafði meitt sig á ökkla og gat ekki haldið áfram göngu. Konan var komin upp í miðjar hlíðar fjallsins er hún slasaðist. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu notaði sexhjól til að koma konunni niður. Meira »

Hver á rétt á verðmætunum?

19:53 Margir hafa spurt sig hvar eignarréttur á verðmætum í efnahagslögsögu landsins liggur, eftir að norska rannsóknarskipið Seabed Constructor hóf rannsóknir við þýska flakið Minden fyrr á árinu. Hver á rétt á verðmætum í skipinu, sem gætu verið upp á milljarða króna? Meira »

Ekkert eftirlit með fitufrystingu

19:30 „Því er auðvitað tekið mjög alvarlega þegar fólk verður fyrir tjóni,“ segir Haraldur Briem, settur landlæknir, en eins og Sunnudagsblað Morgunblaðsins greindi frá um síðustu helgi kom eitt versta kalsártilvik vegna fitufrystingar á heimsvísu upp hér á landi á síðasta ári. Meira »

Tengslin við náttúruna eru mikilvæg

18:25 „Margir þjást af streitu og áreiti í daglegu lífi og á námskeiðinu einbeitum við okkur að græðandi áhrifum náttúrunnar.“ Þetta segir Kristín Þorleifsdóttir en hún mun, ásamt Bandaríkjamönnunum Greg og Devon Hase, halda námskeið í hugleiðslu og núvitund í Skyrgerðinni í Hveragerði. Meira »

Yfirlæknar æfir vegna starfsauglýsingar

17:45 Mikil óánægja ríkir meðal yfirlækna á rannsóknarsviði Landspítala eftir að staða yfirlæknis erfða- og sameindalæknisfræðideildar var auglýst laus til umsóknar. Það sem gerir málið sérstakt er að núverandi yfirlæknir deildarinnar hefur ekki sagt upp eða verið sagt upp. Meira »

Sólarstundir nýttar í Laugardalnum

17:02 Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag þar sem hiti mældist 20 gráður líkt og víða um land. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var að vonum fjölmenni sem nýtti sér góða veðrið til að bregða á leik. mbl.is var á staðnum og kíkti á stemninguna. Meira »

Töluverðar blæðingar í Norðurárdal

15:24 „Við erum að reyna komast að því hvað er að,“ segir Jón Helgi Helgason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, um dularfullar tjörublæðingar í Norðurárdal í Borgarfirði. Blæðingarnar eru töluverðar. Meira »

Bíða með óþreyju eftir nýrri reglugerð

14:20 Smábátaeigendur eru nú sagðir bíða með óþreyju eftir reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu um viðbótarheimildir í makríl. Greint er frá þessu á vef Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Skjálfta­hrinan stendur enn

16:45 Skjálfta­hrinan, sem hófst norðaust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga í morg­un, stendur enn. Á annað hundrað skjálfta hefur mælst síðan í morgun, þar sem flestir voru af stærðinni 1,0 og 2,0. Þá hafa mælst sjö skjálftar sem hafa verið um 3,0 að stærð eða stærri. Meira »

John Snorri kominn í síðustu búðir

14:53 John Snorri Sigurjónsson var rétt í þessu að komast upp í fjórðu búðir á fjallinu K2. Dagurinn var langur og erfiður og nú er hópurinn að taka stöðuna á því hvenær skuli haldið áfram á toppinn. Meira »

Skjálfti að stærð 4 við Fagradalsfjall

14:20 Skjálfti að stærð 4,0 með upp­tök um tvo og hálfan kílómetra aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga varð kl. 13.55. Rétt fyrir hádegi, klukkan 11.40, mældist annar jarðskjálfti að stærð 3,9. Meira »
Bílastæðaskilti - heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Gisting í Biskupstungum..
Hlý og falleg 2ja-4urra manna herb. -Leiksvæði og heitur pottur.. Velkomin.....
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...