,,Umrætt kvikindi hefur ekki fengið íslenskt nafn''

Furðudýrið Arcturus baffini fannst í Múlabergi SI 22. Dýrið lifir …
Furðudýrið Arcturus baffini fannst í Múlabergi SI 22. Dýrið lifir á norðurhveli jarðar. mynd/Siglfirðingur

Furðuskepna kom í síðasta troll Múlabergs á rækjumiðunum, nánar tiltekið á Strandagrunni, norðvestan við Hornbankann (67°00 N og 20°00 V), á 170-180 faðma dýpi. Kristján Elís Bjarnason skipstjóri kannaðist ekki við fenginn, að því er fram kemur á vefnum Siglfirðingur.

„Þetta er krabbadýr af ættbálki jafnfætla (Isopoda) sem kemur stundum inn á borð hjá okkur, stundum úr botnsleðum, rækjutrolli og stundum í fiskmögum, t.d. grálúðu,” sagði Karl Gunnarsson sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun þegar Siglfirðingur.is leitaði til hans í gær um upplýsingar. Einnig hefur það fundist í maga þorsks sem og fuðriskils sem er af marhnútaætt og hefur veiðst norður af landinu. „Það er sérstakt og eftirtektarvert við krabbadýrið að þegar afkvæmin eru klakin, hanga þau á fálmurunum og þroskast þar.”

Umrætt kvikindi, sem lítið er vitað um en hefur til þessa fundist á 9-1.146 metra dýpi, á norðurhveli jarðar, einkum í köldum sjó, hefur ekki enn fengið íslenskt nafn en heitir á latínu Arcturus baffinii.

Sjá frétt í Siglfirðingi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert