Víða erfitt í sveitum vegna kulda og kals

Sauðfé gefið í skjóli við Heiðarbót í Reykjahverfi í gærkvöldi. …
Sauðfé gefið í skjóli við Heiðarbót í Reykjahverfi í gærkvöldi. Fé kemst ekki á afrétt fyrir snjó og gróðurleysi og mjög hefur gengið á hey . mbl.is/Atli

Erfitt ástand er víða í sveitum vegna kulda og kals, einkum norðanlands og austan.

Í umfjöllun um þetta í Morgunblaðinu í dag segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, tíðarfarið óvenjulegt og teygja sig suður í Borgarfjörð.

„Það herðir að en annars eru bændur mjög magnaðir í því að bregðast við í svona árferði. Þetta er óvenjulegt en þetta er ekki óþekkt. Svo framarlega sem við fáum ekki snjókomu aftur,“ segir Haraldur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert