Söguleg stund fyrir Ísland

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra á blaðamannafundi í Brussel í dag.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra á blaðamannafundi í Brussel í dag. Reuters
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir upphaf formlegra aðildarviðræðna Íslendinga við Evrópusambandið sögulega stund. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Brussel í dag.

Viðræður dagsins snérust um fjóra kafla samningsins en þeir fjalla um opinber innkaup, upplýsingatækni og fjölmiðla, vísindi og rannsóknir og menntun og menningu.

Á blaðamannafundinum í Brussel sagðist Össur vonast til þess að viðræður um helming samningsins fari fram í ár, þar á meðal þá kafla sem eru afar þýðingarmiklir fyrir Ísland: landbúnað og sjávarútveg. Stefnt sé að því að ljúka viðræðum á næsta ári.

Hart var deilt um veiðar á makríl á síðasta ári og sagði Össur á fundinum í dag að sjávarútvegsumræðan verði erfið. Þetta sé í fyrsta skipti sem Evrópusambandið sé í aðildarviðræðum við ríki sem setji sjávarútveg á oddinn.

Meðal þess sem rætt var á blaðamannafundinum var Icesave-deila Íslendinga við Hollendinga og Breta og hvaða áhrif hún gæti haft á aðildarumsókn Íslands.

Össur segir að Icesave-deilan hafi gert Íslendinga andsnúna aðild að ESB en það sé hins vegar niðurstaða viðræðna um sjávarútvegsmál sem íslenska þjóðin bíði eftir.

Á fyrsta samningafundi Íslands og Evrópusambandsins í dag náðist sá áfangi að af fjórum köflum sem opnaðir voru á fundinum var tveimur lokið.

Á fundinum lýsti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra eindregnum vilja Íslendinga til að samningskaflar um fiskveiðar og landbúnað yrðu opnaðir sem allra fyrst. Hann kvaðst jafnframt fyrir Íslands hönd reiðubúinn til að opna helming þeirra kafla sem eftir eru í formennskutíð Pólverja, sem taka við um næstu mánaðamót, og afganginn í formennsku Dana, sem hefst um áramót, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Ríkjaráðstefnan í dag markaði upphaf efnislegra aðildarviðræðna Íslands við ESB. Ráðstefnuna ávörpuðu einnig Janos Martonyi utanríkisráðherra Ungverjalands en Ungverjar fara með formennsku í ESB, og Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins.

Eindreginn stuðningur allrar ríkisstjórnarinnar

Í ræðu sinni fagnaði utanríkisráðherra þessum áfanga, lýsti einbeittum stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar við viðræðurnar og þeim skýra meirihlutavilja íslensku þjóðarinnar að fá að kjósa um aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar viðræðum lýkur.

Ráðherra lagði áherslu á hversu vel ferlið hefði gengið hingað til og nauðsyn þess að nýta vel þann skriðþunga sem náðst hefur í viðræðunum. Stefan Füle stækkunarstjóri ESB tók undir þau viðhorf að gott væri að hefja samninga um sem flesta kafla fyrr en síðar, þar á meðal um landbúnað og sjávarútveg.

Fulltrúi Pólverja sem taka við formennsku í Evrópusambandinu um næstu mánaðamót lýsti vilja þeirra til að opna sem flesta kafla í þeirra formennskutíð.

Í dag var ákveðið að ljúka viðræðum um vísindi og rannsóknir  og   menntun og menningu ( þar sem efni þeirra hefur þegar verið tekið upp í íslensk lög. Í hinum tveimur köflunum um opinber útboð og upplýsingasamfélagið og fjölmiðla kom fram í samningsafstöðu Evrópusambandsins að Ísland yrði að ljúka innleiðingu lagasetningar sem er hluti af skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum en hefur ekki enn komið til framkvæmda, áður en þeim verður lokað.

„Í ávarpi sínu minnti utanríkisráðherra á að rétt tvö ár væru liðin frá því að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hann fagnaði þeim árangri að viðræður um fyrstu fjóra samningskaflanna væru hafnar og að tveimur köflum, um vísindi og rannsóknir og um menntun og menningu, væri þegar lokið.

Á þessum tveimur mikilvægu sviðum hefðu Íslendingar þegar notið góðs af nánu samstarfi við Evrópusambandsríkin og þannig hefðu íslenskir námsmenn og kennarar, vísindamenn og listamenn um langt árabil tekið virkan þátt í áætlunum ESB á sviði vísinda, rannsókna, mennta, menningar og æskulýðssamstarfs.
Ráðherra sagði Íslendinga koma vel undirbúna að samningaborðinu. Rýnivinna síðustu sjö mánaða, þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman, hefði staðfest að Ísland uppfyllti stóran hluta löggjafar ESB í gegnum aðild að EES og Schengen. Um leið hefði skilningur aukist hjá samningsaðilum á þeim sviðum þar sem ljóst er löggjöf er frábrugðin s.s. í sjávarútvegi, landbúnaði, umhverfismálum o.fl.

Samningaviðræðurnar sem nú fara í hönd munu snúast um einstaka samningskafla löggjafar ESB sem eru 35 talsins. Samninganefnd Íslands og samningahópar sem í sitja fulltrúar stjórnsýslu, helstu hagsmunahópa og félagasamtaka móta samningsafstöðu Íslands í einstökum málum í samræmi við samningsmarkmið Alþingis. Næsta ríkjaráðstefna Íslands og ESB er ráðgerð í október næstkomandi," segir í tilkynningu frá utanríkisiráðuneytinu.

Össur ásamt utanríkisráðherra Ungverjalands, Janos Martonyi og stækkunarstjóra ESB, Stefan ...
Össur ásamt utanríkisráðherra Ungverjalands, Janos Martonyi og stækkunarstjóra ESB, Stefan Füle. Reuters
mbl.is

Innlent »

Þættir um feril Eiðs Smára

13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - kr. 395.000,-
Stapi er splunkunýtt hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 49 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Ford Transit Rimor árg. 2008
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...