Söguleg stund fyrir Ísland

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra á blaðamannafundi í Brussel í dag.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra á blaðamannafundi í Brussel í dag. Reuters
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir upphaf formlegra aðildarviðræðna Íslendinga við Evrópusambandið sögulega stund. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Brussel í dag.

Viðræður dagsins snérust um fjóra kafla samningsins en þeir fjalla um opinber innkaup, upplýsingatækni og fjölmiðla, vísindi og rannsóknir og menntun og menningu.

Á blaðamannafundinum í Brussel sagðist Össur vonast til þess að viðræður um helming samningsins fari fram í ár, þar á meðal þá kafla sem eru afar þýðingarmiklir fyrir Ísland: landbúnað og sjávarútveg. Stefnt sé að því að ljúka viðræðum á næsta ári.

Hart var deilt um veiðar á makríl á síðasta ári og sagði Össur á fundinum í dag að sjávarútvegsumræðan verði erfið. Þetta sé í fyrsta skipti sem Evrópusambandið sé í aðildarviðræðum við ríki sem setji sjávarútveg á oddinn.

Meðal þess sem rætt var á blaðamannafundinum var Icesave-deila Íslendinga við Hollendinga og Breta og hvaða áhrif hún gæti haft á aðildarumsókn Íslands.

Össur segir að Icesave-deilan hafi gert Íslendinga andsnúna aðild að ESB en það sé hins vegar niðurstaða viðræðna um sjávarútvegsmál sem íslenska þjóðin bíði eftir.

Á fyrsta samningafundi Íslands og Evrópusambandsins í dag náðist sá áfangi að af fjórum köflum sem opnaðir voru á fundinum var tveimur lokið.

Á fundinum lýsti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra eindregnum vilja Íslendinga til að samningskaflar um fiskveiðar og landbúnað yrðu opnaðir sem allra fyrst. Hann kvaðst jafnframt fyrir Íslands hönd reiðubúinn til að opna helming þeirra kafla sem eftir eru í formennskutíð Pólverja, sem taka við um næstu mánaðamót, og afganginn í formennsku Dana, sem hefst um áramót, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Ríkjaráðstefnan í dag markaði upphaf efnislegra aðildarviðræðna Íslands við ESB. Ráðstefnuna ávörpuðu einnig Janos Martonyi utanríkisráðherra Ungverjalands en Ungverjar fara með formennsku í ESB, og Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins.

Eindreginn stuðningur allrar ríkisstjórnarinnar

Í ræðu sinni fagnaði utanríkisráðherra þessum áfanga, lýsti einbeittum stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar við viðræðurnar og þeim skýra meirihlutavilja íslensku þjóðarinnar að fá að kjósa um aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar viðræðum lýkur.

Ráðherra lagði áherslu á hversu vel ferlið hefði gengið hingað til og nauðsyn þess að nýta vel þann skriðþunga sem náðst hefur í viðræðunum. Stefan Füle stækkunarstjóri ESB tók undir þau viðhorf að gott væri að hefja samninga um sem flesta kafla fyrr en síðar, þar á meðal um landbúnað og sjávarútveg.

Fulltrúi Pólverja sem taka við formennsku í Evrópusambandinu um næstu mánaðamót lýsti vilja þeirra til að opna sem flesta kafla í þeirra formennskutíð.

Í dag var ákveðið að ljúka viðræðum um vísindi og rannsóknir  og   menntun og menningu ( þar sem efni þeirra hefur þegar verið tekið upp í íslensk lög. Í hinum tveimur köflunum um opinber útboð og upplýsingasamfélagið og fjölmiðla kom fram í samningsafstöðu Evrópusambandsins að Ísland yrði að ljúka innleiðingu lagasetningar sem er hluti af skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum en hefur ekki enn komið til framkvæmda, áður en þeim verður lokað.

„Í ávarpi sínu minnti utanríkisráðherra á að rétt tvö ár væru liðin frá því að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hann fagnaði þeim árangri að viðræður um fyrstu fjóra samningskaflanna væru hafnar og að tveimur köflum, um vísindi og rannsóknir og um menntun og menningu, væri þegar lokið.

Á þessum tveimur mikilvægu sviðum hefðu Íslendingar þegar notið góðs af nánu samstarfi við Evrópusambandsríkin og þannig hefðu íslenskir námsmenn og kennarar, vísindamenn og listamenn um langt árabil tekið virkan þátt í áætlunum ESB á sviði vísinda, rannsókna, mennta, menningar og æskulýðssamstarfs.
Ráðherra sagði Íslendinga koma vel undirbúna að samningaborðinu. Rýnivinna síðustu sjö mánaða, þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman, hefði staðfest að Ísland uppfyllti stóran hluta löggjafar ESB í gegnum aðild að EES og Schengen. Um leið hefði skilningur aukist hjá samningsaðilum á þeim sviðum þar sem ljóst er löggjöf er frábrugðin s.s. í sjávarútvegi, landbúnaði, umhverfismálum o.fl.

Samningaviðræðurnar sem nú fara í hönd munu snúast um einstaka samningskafla löggjafar ESB sem eru 35 talsins. Samninganefnd Íslands og samningahópar sem í sitja fulltrúar stjórnsýslu, helstu hagsmunahópa og félagasamtaka móta samningsafstöðu Íslands í einstökum málum í samræmi við samningsmarkmið Alþingis. Næsta ríkjaráðstefna Íslands og ESB er ráðgerð í október næstkomandi," segir í tilkynningu frá utanríkisiráðuneytinu.

Össur ásamt utanríkisráðherra Ungverjalands, Janos Martonyi og stækkunarstjóra ESB, Stefan ...
Össur ásamt utanríkisráðherra Ungverjalands, Janos Martonyi og stækkunarstjóra ESB, Stefan Füle. Reuters
mbl.is

Innlent »

Tónleikaflóð fram undan

19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

16:56 Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Matador heilsársdekk
Matador heilsársdekk fyrir sendibíla - Tilboð 175/75 R 16 C kr. 17.500 205/75 R ...
Stálfelgur
Til sölu stálfelgur á Toyota Auris, Corolla 07- Avensis 09- ofl svartar með kopp...
Egat Luxe Nuddstóll (svartur eða beige) á 39.000 - Hentar fyrir nuddara, tattú eða það sem þér dettur í hug. www.Egat.is
Egat Luxe Nuddstóll til sölu www.egat.is simi 8626194 egat@egat.is svartur eða ...
Rafhlöður fyrir járnabindivélar
fjarstýringar og önnur rafhlöðuverkfæri. Nánar á www.rafhlodur.is og síma 899 15...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...