Örninn kominn til hafnar

Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle WIX-327 er komið til hafnar í ...
Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle WIX-327 er komið til hafnar í Reykjavík mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle WIX-327 er komið til hafnar  í Reykjavík. Íslenska landhelgisgæslan og sjóbjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar sigldu á móts við skipið sem er á heimleið úr siglingu sem farin var í tilefni 75 ára afmælis þess.  Eagle heimsótti meðal annars Írland, England og Þýskaland og héðan heldur það til Halifax.

Eagles tilheyrir bandarísku strandgæslunni og US Coast Guards Academy sem er 4 ára heilsársskóli þar sem verðandi yfirmenn bandarísku strandgæslunnar hljóta menntun sína. Nemendur sigla hálft sumarið á Eagle og hálft sumarið á hefðbundum varðskipum, en á veturna stunda þeir háskólanám.

Skipið á að baki langa sögu, sem rekja má fyrst til Hamborgar árið 1936 þar sem það var smíðað af Blohm og Voss-skipasmíðastöðvum, ásamt tveimur systurskipum. Fyrst voru skipin notuð sem skólaskip fyrir þýska sjóherinn en í stríðinu voru þau notuð sem flutningaskip. Að stríðinu loknu voru þau tekin upp í stríðslaun.

Eitt skipanna sigldi til Rússlands en fórst nokkrum árum seinna, en hin tvö skipin eru enn notuð sem skólaskip. Annað skipið varð eign Brasilíu og var síðan selt til Portúgals. Þar er skipið notað sem skólaskip portúgalska flotans og heitir Sagres. Þriðja skipið, sem hét þá Horst Wessel en heitir nú Eagle eins og önnur skólaskip strandgæslunnar, sigldi til Connecticut, sem hefur verið heimahöfn skipsins.

Eagle er 100 metra langt seglskip og vegur um 1900 tonn. Eagle er barkur, sem er tegund af seglskipi sem er með þrjú möstur, tvö fremri eru með bæði þverseglum og langseglum en aftasta mastrið með langseglum.

Hannes Þ. Hafstein fyrrum framkvæmdastjóri Slysavarnafélags Íslands sigldi með Eagle árið 1949 þar sem hann hlaut tveggja ára starfsþjálfun á vegum bandarísku strandgæslunnar. Ásgrímur L. Ásgrímsson, núverandi yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs sigldi með skipinu fjögur sumur 1983-1986 sem nemandi US Coast Guard Academy og útskrifaðist vorið 1987, á sama tíma og núverandi skipstjóri Eagle, Eric Jones. Hann segir frá því að á þessum fjórum sumrum hafi hann siglt með Eagle, meðal annars í Karabíska hafinu við austurströnd Bandaríkjanna og upp að Kanada. 1986 sigldi Hannes með Eagle upp Hudson-ána að frelsisstyttunni, en skipið leiddi þá flota alþjóðlegra skólaskipa.

Hann lýsir reynslunni m.a. sem skemmtilegri og að mikill liðsandi hafi einkennt áhöfnina. Fyrstu tvö sumrin sinna sjóliðsforingjaefnin hefðbundnum störfum áhafnar, en á seinni tveim sumrunum gegna nemendur störfum yfirmanna á skipinu, til dæmis stjórnun á áhöfn masturs, en hvert mastur hefur sína eigin áhöfn. Hannes og Ásgrímur hafa sagt að dvölin á Eagle hafi nýst vel í störfum þeirra hjá Slysavarnafélagi Íslands og Landhelgisgæslunni.

Árið 1942 týndu um þrjátíu sjóliðar lífi sínu í Faxaflóa þegar skipið USCGC Alexander Hamilton, úr flota bandarísku strandgæslunnar, varð fyrir árás þýsks kafbáts. Íslenskir fiskimenn náðu að bjarga fjölda manns úr áhöfninni.

Til að minnast þess mun Eagle sigla frá Reykjavík að Snæfellsnesi föstudaginn 1. júlí kl. 10 og leggja krans á sjóinn þar sem eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur hefur staðsett flak Alexanders Hamilton.

Eagle verður opið almenningi frá 13-19 í dag, á morgun miðvikudag frá 10-17 og á fimmtudaginn frá 10-19.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tvær bifreiðar lentu saman

18:02 Tvær bifreiðar skullu saman á Vesturlandsvegi við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ seinni partinn en miklar tafir hafa orðið á umferðinni um veginn í kjölfarið. Meira »

Dagur sendir samúðarskeyti

17:19 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent Ada Colau, borgarstjóra Barcelona á Spáni samúðarskeyti fyrir hönd Reykvíkinga vegna hryðjuverksins í borginni síðdegis í gær þar sem fjöldi fólks lést eða slasaðist alvarlega. Meira »

Matvælastofnun ver aflífun

16:58 Matvælastofnun ver þá ákvörðun héraðsdýralæknis að aflífa hesta á bænum Skriðulandi í Hörgársveit með skoti í bóginn en ekki hausinn líkt og reglugerð um velferð hrossa kveður á um. Meira »

Samfylkingin verði Jafnaðarmenn

16:54 Hópur flokksmanna Samfylkingarinnar mun á næsta landsfundi leggja fram tillögu þess efnis að nafni flokksins verði breytt í Jafnaðarmenn. Auður Alfa Ólafsdóttir og Kjartan Valgarðsson munu leggja tillöguna fram, en á annan tug meðflutningsmanna mun standa að baki henni. Meira »

Björn Valur hættir sem varaformaður

16:04 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins sem fram fer 6.-8. október. Meira »

Vikugömul hræ á víðavangi

15:30 Hræ fjögurra hesta, sem Matvælastofnun lét aflífa í síðustu viku vegna illrar meðferðar eigandans, liggja enn óhreyfð í kringum bæinn Skriðuland í Hörgársveit. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Graðhestunum hafi verið safnað saman inn í hesthús og síðan teknir út, einn af öðrum Meira »

„Kraftaverk“ að vinna tókst úr gögnum

14:26 Gunnlaugur Claessen, formaður hæfisnefndar vegna ráðningar dómara í Landsrétt, segir það hafa verið kraftaverk að nefndinni skyldi hafa tekist að vinna úr þeim gögnum sem hún fékk í hendurnar á þeim tíma sem henni var gefinn til þess. Meira »

Hleypur um og dansar við alla

14:51 Valdimar Guðmundsson hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun í annað sinn. Það er þó ekki eina fréttin tengd honum í dag en í morgun var tilkynnt að hann muni leika í Rocky Horror sem Borgarleikhúsið setur upp á næsta ári. Meira »

Gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti framlengt

14:23 Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson verjandi Sveins í samtali við mbl.is. Meira »

Æðstu stofnanir greiði áfengisgjald

14:15 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu fjármálaráðherra um að undanþágur æðstu stofnana ríkisins frá áfengisgjöldum skuli afnumdar. Meira »

Þjóðaröryggisráðið ekki kallað saman

14:09 Þjóðaröryggisráð mun ekki koman saman vegna hryðjuverkaárásarinnar í Barcelona á Spáni í gær, að sögn Þórunnar J. Hafstein ritara Þjóðaröryggisráðsins. Í árásinni létust að minnsta kosti 14 manns og um eitt hundrað manns slösuðust þegar sendibifreið var ekið inn í hóp fólks á Römblunni. Meira »

Hvorki tími né peningar til formannskjörs

13:52 „Við vorum í raun og veru að tala við félagsmenn, án þess að gera það í gegnum fjölmiðla sem var því miður svolítið einkenni hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Stefán Hrafn Jóns­son, vara­formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. Samtökin funduðu í gær með félagsmönnum þar sem farið var yfir stöðu mála. Meira »

Undir áhrifum á 167 km/klst á Kópaskeri

13:52 Mikið hefur verið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í vikunni og hafa umferðarmálin vegið þar þyngst. Þrír meintir ölvunarakstrar, yfir 30 hraðastrar, talað í farsíma undir stýri, umferðaróhöpp, akstur án réttinda auk tveggja fíkniefnamála komu til kasta lögreglunnar. Meira »

Borholan í Surtsey fallin saman

13:31 Borhola í Surtsey féll saman og bor festist í henni. Eftir margar tilraunir til að losa borinn var gefist upp og ekki verður meira borað í holunni. Þegar hefur verið hafist handa við að bora aðra holu. Meira »

Boða komu þjóðgarðastofnunar

13:05 Stefnt er að því að setja á fót þjóðgarðastofnun á næsta ári. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meira »

Gjaldskrá hærri en í Hvalfjarðargöngum

13:33 Úttekt á framkvæmd Vaðlaheiðarganga var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en ríkisstjórnin samþykkti í vor að leggja til við Alþingi að verja allt að 4,7 milljörðum til að ljúka við gerð ganganna. Auk umframkostnaðar hafa talsverðar tafir orðið á verkinu. Meira »

Hæstiréttur vísar frá máli Brims gegn VSV

13:07 Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands að vísa frá dómi máli Brims hf. Gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Brim krafðist ómerkingar stjórnarkjörs á aðalfundi og hluthafafundi VSV á árinu 2016. Meira »

Vatnsleki á veitingastað á Smiðjuvegi

12:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna tveggja vatnsleka í morgun. Um níuleytið í morgun var slökkviliðið kallað í fyrirtæki á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar hafði vatnsleki komið upp á veitingastað og vatn síðan farið yfir í fyrirtækið við hliðina á. Meira »
Til sölu Man
Til sölu Man 26-440 árg 2012, ekin 300.000 km. Bíll í topp standi. Hjólabil 51...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 321.300,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Dökkblár Citroen C4 til sölu Sjálfskipt
Dökkblár Citroen C4 til sölu Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Á...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...