Örninn kominn til hafnar

Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle WIX-327 er komið til hafnar í ...
Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle WIX-327 er komið til hafnar í Reykjavík mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle WIX-327 er komið til hafnar  í Reykjavík. Íslenska landhelgisgæslan og sjóbjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar sigldu á móts við skipið sem er á heimleið úr siglingu sem farin var í tilefni 75 ára afmælis þess.  Eagle heimsótti meðal annars Írland, England og Þýskaland og héðan heldur það til Halifax.

Eagles tilheyrir bandarísku strandgæslunni og US Coast Guards Academy sem er 4 ára heilsársskóli þar sem verðandi yfirmenn bandarísku strandgæslunnar hljóta menntun sína. Nemendur sigla hálft sumarið á Eagle og hálft sumarið á hefðbundum varðskipum, en á veturna stunda þeir háskólanám.

Skipið á að baki langa sögu, sem rekja má fyrst til Hamborgar árið 1936 þar sem það var smíðað af Blohm og Voss-skipasmíðastöðvum, ásamt tveimur systurskipum. Fyrst voru skipin notuð sem skólaskip fyrir þýska sjóherinn en í stríðinu voru þau notuð sem flutningaskip. Að stríðinu loknu voru þau tekin upp í stríðslaun.

Eitt skipanna sigldi til Rússlands en fórst nokkrum árum seinna, en hin tvö skipin eru enn notuð sem skólaskip. Annað skipið varð eign Brasilíu og var síðan selt til Portúgals. Þar er skipið notað sem skólaskip portúgalska flotans og heitir Sagres. Þriðja skipið, sem hét þá Horst Wessel en heitir nú Eagle eins og önnur skólaskip strandgæslunnar, sigldi til Connecticut, sem hefur verið heimahöfn skipsins.

Eagle er 100 metra langt seglskip og vegur um 1900 tonn. Eagle er barkur, sem er tegund af seglskipi sem er með þrjú möstur, tvö fremri eru með bæði þverseglum og langseglum en aftasta mastrið með langseglum.

Hannes Þ. Hafstein fyrrum framkvæmdastjóri Slysavarnafélags Íslands sigldi með Eagle árið 1949 þar sem hann hlaut tveggja ára starfsþjálfun á vegum bandarísku strandgæslunnar. Ásgrímur L. Ásgrímsson, núverandi yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs sigldi með skipinu fjögur sumur 1983-1986 sem nemandi US Coast Guard Academy og útskrifaðist vorið 1987, á sama tíma og núverandi skipstjóri Eagle, Eric Jones. Hann segir frá því að á þessum fjórum sumrum hafi hann siglt með Eagle, meðal annars í Karabíska hafinu við austurströnd Bandaríkjanna og upp að Kanada. 1986 sigldi Hannes með Eagle upp Hudson-ána að frelsisstyttunni, en skipið leiddi þá flota alþjóðlegra skólaskipa.

Hann lýsir reynslunni m.a. sem skemmtilegri og að mikill liðsandi hafi einkennt áhöfnina. Fyrstu tvö sumrin sinna sjóliðsforingjaefnin hefðbundnum störfum áhafnar, en á seinni tveim sumrunum gegna nemendur störfum yfirmanna á skipinu, til dæmis stjórnun á áhöfn masturs, en hvert mastur hefur sína eigin áhöfn. Hannes og Ásgrímur hafa sagt að dvölin á Eagle hafi nýst vel í störfum þeirra hjá Slysavarnafélagi Íslands og Landhelgisgæslunni.

Árið 1942 týndu um þrjátíu sjóliðar lífi sínu í Faxaflóa þegar skipið USCGC Alexander Hamilton, úr flota bandarísku strandgæslunnar, varð fyrir árás þýsks kafbáts. Íslenskir fiskimenn náðu að bjarga fjölda manns úr áhöfninni.

Til að minnast þess mun Eagle sigla frá Reykjavík að Snæfellsnesi föstudaginn 1. júlí kl. 10 og leggja krans á sjóinn þar sem eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur hefur staðsett flak Alexanders Hamilton.

Eagle verður opið almenningi frá 13-19 í dag, á morgun miðvikudag frá 10-17 og á fimmtudaginn frá 10-19.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vantar nauðsynlega O mínus blóð

14:09 Blóðbankinn auglýsir í dag eftir því að hann vanti nauðsynlega að fá inn tólf O mínus blóðgjafa í dag, en vöntun er á slíku blóði. Aðeins einn í þeim blóðflokki hefur komið í dag. Meira »

Loforðin lýsa vanda stjórnmálanna

13:43 „Það er sérstakur kapítuli að loforðastraumur stjórnmálaflokka þessa dagana getur falið í sér allt að 100 milljarða árleg aukin útgjöld án þess að hugað sé að fjármögnun þeirra,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins á opnum fundi SA sem fram fór í Hörpu í morgun. Meira »

„Nenni ekki að sitja undir svona bulli“

12:02 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gekk af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar hann fékk svar við spurningu sinni til lögmanns Stundarinnar, Sigríðar Rutar Júlíusdóttur. Meira »

Telur um embættisafglöp að ræða

11:49 „Í raun og veru er um að ræða aðför að lýðræðinu. Það er stóralvarlegt mál og ekki hægt að gera of lítið úr því,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Meira »

Lögbannið verði ekki fordæmisgefandi

11:38 Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af því hversu víðtækt lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er gagnvart fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Varaformaður Gagnsæis óttast að lögbannið verði fordæmisgefandi. Meira »

Ítrekað tekinn við ölvunar- og fíkniefnaakstur

11:33 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann á þrítugsaldri til að sæta fangelsi í 75 daga og svipti hann ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa verið ekið fjórum sinnum réttindalaus undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Krefjast gagna frá sýslumanni

10:52 Þrír fulltrúar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafa krafist þess að nefndin fái afhent öll gögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins á Stundina og Reykjavík Media. Meira »

Undrandi á ummælum Þorgerðar

11:13 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kveðst hafa verið undrandi á ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á fundi um menntamál sem haldinn var í gærkvöldi. Meira »

Ráku út hústökufólk í Kópavogi

10:49 Lögreglan hafði afskipti af tveimur karlmönnum sem höfðu komið sér fyrir í mannlausu einbýlishúsi í eigu Kópavogsbæjar á þriðjudaginn síðastliðinn. Mennirnir voru síðan handteknir vegna annarra mála. Meira »

„Veit ekkert hvað stendur í þessu skjali“

10:39 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun afar ósáttur við þau svör Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, að hann hefði hvorki séð né kynnt sér afstöðu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Meira »

Fimm Danir á kjörskrá

10:29 Fimm danskir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir hér á landi fyrir 6. mars 1946 eiga rétt á því að kjósa í komandi alþingiskosningum. Meira »

Lögreglan með í að uppræta mansalshring

09:58 Finnska landmæraeftirlitið, með stuðningi Europol, íslensku lögreglunnar og bandaríska landamæraeftirlitsins, hefur upprætt skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara sem eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó. Meira »

Leiða samstarf um afvopnunarmál

09:32 Ísland og Írland munu næsta árið gegna saman formennsku í eftirlitskerfi með flugskeytatækni sem snýst um að takmarka útbreiðslu á eldflaugatækni fyrir burðarkerfi vopna, þar með talið gereyðingarvopna. Meira »

Segir Lilju vart til frásagnar um fund

09:25 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur ítrekað orð sín um að svissneska leiðin sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað í húsnæðismálum sé „galin leið“. Meira »

Opinn fundur um lögbannið

09:01 Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefst klukkan 9:10. Þar verður fjallað um vernd tjáningarfrelsis. Þrír nefndarmenn kröfðust fundarins í kjölfar lögbanns sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Aukning í innanlandsflugi

09:30 Á fyrri helmingi ársins nýttu um 385 þúsund manns sér ferðir um innanlandsflugvelli landsins og fjölgaði þeim um fjórtán þúsund frá fyrri helmingi síðasta árs. Aukningin var mest á Akureyri en samdráttur mestur á Húsavík og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gríðarleg starfsmannavelta hjá Costco

09:06 Af um 60 íslenskum yfirmönnum sem sendir voru til Englands í þjálfun í aðdraganda opnunar Costco munu aðeins 15 vera enn í starfi. Fyrirtækið segir ávallt taka tíma að ná jafnvægi í starfsmannahaldi á nýjum mörkuðum. Meira »

Ókeypis menntun keppikefli

08:18 „Það á að vera keppikefli okkar að menntun og skólakerfi sé nemendum og foreldrum að kostnaðarlausu frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla,“ sagði Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, á opnum fundi Kennarasambandsins og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

FORD ESCAPE JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
Stimplar
...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6: 4 weeks...
Renault Captur 2015, dísil, sjálfsk. t. sölu
Góður, díesel, sjálfsk., 63 þ.km. Góð s.+ vetrard. 2.290 þ.kr. S. 696 7656, ar...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...