Örninn kominn til hafnar

Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle WIX-327 er komið til hafnar í ...
Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle WIX-327 er komið til hafnar í Reykjavík mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle WIX-327 er komið til hafnar  í Reykjavík. Íslenska landhelgisgæslan og sjóbjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar sigldu á móts við skipið sem er á heimleið úr siglingu sem farin var í tilefni 75 ára afmælis þess.  Eagle heimsótti meðal annars Írland, England og Þýskaland og héðan heldur það til Halifax.

Eagles tilheyrir bandarísku strandgæslunni og US Coast Guards Academy sem er 4 ára heilsársskóli þar sem verðandi yfirmenn bandarísku strandgæslunnar hljóta menntun sína. Nemendur sigla hálft sumarið á Eagle og hálft sumarið á hefðbundum varðskipum, en á veturna stunda þeir háskólanám.

Skipið á að baki langa sögu, sem rekja má fyrst til Hamborgar árið 1936 þar sem það var smíðað af Blohm og Voss-skipasmíðastöðvum, ásamt tveimur systurskipum. Fyrst voru skipin notuð sem skólaskip fyrir þýska sjóherinn en í stríðinu voru þau notuð sem flutningaskip. Að stríðinu loknu voru þau tekin upp í stríðslaun.

Eitt skipanna sigldi til Rússlands en fórst nokkrum árum seinna, en hin tvö skipin eru enn notuð sem skólaskip. Annað skipið varð eign Brasilíu og var síðan selt til Portúgals. Þar er skipið notað sem skólaskip portúgalska flotans og heitir Sagres. Þriðja skipið, sem hét þá Horst Wessel en heitir nú Eagle eins og önnur skólaskip strandgæslunnar, sigldi til Connecticut, sem hefur verið heimahöfn skipsins.

Eagle er 100 metra langt seglskip og vegur um 1900 tonn. Eagle er barkur, sem er tegund af seglskipi sem er með þrjú möstur, tvö fremri eru með bæði þverseglum og langseglum en aftasta mastrið með langseglum.

Hannes Þ. Hafstein fyrrum framkvæmdastjóri Slysavarnafélags Íslands sigldi með Eagle árið 1949 þar sem hann hlaut tveggja ára starfsþjálfun á vegum bandarísku strandgæslunnar. Ásgrímur L. Ásgrímsson, núverandi yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs sigldi með skipinu fjögur sumur 1983-1986 sem nemandi US Coast Guard Academy og útskrifaðist vorið 1987, á sama tíma og núverandi skipstjóri Eagle, Eric Jones. Hann segir frá því að á þessum fjórum sumrum hafi hann siglt með Eagle, meðal annars í Karabíska hafinu við austurströnd Bandaríkjanna og upp að Kanada. 1986 sigldi Hannes með Eagle upp Hudson-ána að frelsisstyttunni, en skipið leiddi þá flota alþjóðlegra skólaskipa.

Hann lýsir reynslunni m.a. sem skemmtilegri og að mikill liðsandi hafi einkennt áhöfnina. Fyrstu tvö sumrin sinna sjóliðsforingjaefnin hefðbundnum störfum áhafnar, en á seinni tveim sumrunum gegna nemendur störfum yfirmanna á skipinu, til dæmis stjórnun á áhöfn masturs, en hvert mastur hefur sína eigin áhöfn. Hannes og Ásgrímur hafa sagt að dvölin á Eagle hafi nýst vel í störfum þeirra hjá Slysavarnafélagi Íslands og Landhelgisgæslunni.

Árið 1942 týndu um þrjátíu sjóliðar lífi sínu í Faxaflóa þegar skipið USCGC Alexander Hamilton, úr flota bandarísku strandgæslunnar, varð fyrir árás þýsks kafbáts. Íslenskir fiskimenn náðu að bjarga fjölda manns úr áhöfninni.

Til að minnast þess mun Eagle sigla frá Reykjavík að Snæfellsnesi föstudaginn 1. júlí kl. 10 og leggja krans á sjóinn þar sem eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur hefur staðsett flak Alexanders Hamilton.

Eagle verður opið almenningi frá 13-19 í dag, á morgun miðvikudag frá 10-17 og á fimmtudaginn frá 10-19.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar

05:30 Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. Meira »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

Í gær, 23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

Í gær, 22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Í gær, 21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

Í gær, 21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Ráðist til atlögu við sífellt grárri tilveru

Í gær, 21:02 Norska litafræðingnum Dagny Thurmann-Moe finnst kominn tími á litabyltingu. Í nýútkominni bók sinni, Lífið í lit, gerir hún grein fyrir hvernig litanotkun getur stuðlað að heilnæmu umhverfi í góðu jafnvægi sem og þeim áhrifum sem litir og litleysi hafa á vort daglega líf. Meira »

Starfsfólki sagt upp á hverju ári

Í gær, 20:33 Starfsfólki í mötuneyti og á kaffistofum Háskóla Íslands er gjarnan sagt upp störfum á vorin og svo endurráðið að hausti. Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Meira »

Heppinn miðaeigandi fékk 70 milljónir

Í gær, 20:54 Úlfar Gauti Haraldsson, rekstarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá vinninghafann til að trúa fréttunum þegar hann hringdi í hann. „Þegar viðkomandi vissi upphæðina þá bað hann mig um að hinkra aðeins því hann vildi setjast niður.“ Meira »

Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

Í gær, 20:17 Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Meira »

Verðum 5 árum á undan Norðurlöndunum

Í gær, 20:17 Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum. Meira »

Fossadagatalið rýkur út

Í gær, 19:38 Fossadagatalið 2018 og Fossabæklingur með ljósmyndum af Gullfossum Stranda hefur rokið út í dag, á fyrsta söludegi. Dagatalið er nú uppselt hjá útgefanda en búið er að panta annað upplag, 1.000 eintök. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og Ólafur Már Björnsson augnlæknir tóku myndirnar. Meira »

Sagði ráðherra með dómara í vinnu

Í gær, 19:01 Lögmaður Jóhannesar Rúnars Jónssonar í áfrýjunarmáli hans og Ástráðs Haraldssonar vegna skipunar Landsréttardómara sagði það með ólíkindum að ráðherra hafi svigrúm til að ráða því hverjir verði dómarar og hverjir ekki eftir því hvort verið sé að skipa til Landsréttar, Hæstaréttar eða héraðsdóms. Meira »

Greindi frá áformum um kolefnishlutleysi

Í gær, 18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá áformum nýrrar ríkisstjórnar í umhverfis- og lofslagsmálum og nefndi sérstaklega markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, í ávarpi sínu á leiðtogafundi í París í dag. Meira »

Vilji til að efla náin tengsl ríkjanna

Í gær, 17:40 Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, í Buenos Aires í Argentínu, þar sem nú stendur yfir ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Ræddu þeir meðal annars fríverslun á heimsvísu. Meira »

Sameining leik- og grunnskóla í kortunum

Í gær, 17:26 „Þetta er rökrétt næsta skref í skólamálum,“ segir Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um fyrirhugaða sameiningu leikskólans og grunnskólans á Flateyri. Í grunnskólanum eru um 20 börn og í leikskólanum Grænagarði eru um fimm börn. Meira »

Árásarmaðurinn samstarfsfús við lögreglu

Í gær, 17:47 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á hinum albanska Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Austurvelli, hefur verið samstarfsfús við lögreglu. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir venju að fara fram á geðrannsókn vegna mála sem þessa. Meira »

Réttindalaus rútubílstjóri stöðvaður

Í gær, 17:26 Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist ekki hafa almennt rekstrarleyfi til aksturs með farþega og að auki hafði hann ekki aukin ökuréttindi til slíks. Var hann að aka með farþega sína í Bláa lónið. Meira »

Hlaut starfsmerki fyrir óeigingjarnt starf

Í gær, 17:14 Rán Kristinsdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) í gærkvöldi starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti Rán starfsmerkið. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Glæsilegur lampi og skápur úr Tekki
Til sölu ca 60ára gamall lampi/skápur.Lítur mjög vel út. verð kr 38.000 uppl 8...
100% Láni í boði: Skoda Oktavia.
Bílasalam Start Auglýsir: Vorum að fá í sölu á frábærum kjörum Skoda Oktavi...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...