Minnast þeirra sem fórust með Heklu

Gylfi Sigfússon við minnisvarðann í Fossvogskirkjugarði.
Gylfi Sigfússon við minnisvarðann í Fossvogskirkjugarði.

Eimskipafélag Íslands minnist þess í dag að liðin eru 70 ár frá því að þýskur kafbátur grandaði flutningaskipinu Heklu, sem Eimskip hafði í þjónustu sinni á leið þess til Halifax í Kanada frá Reykjavík.

Fjórtan menn af 20 manna áhöfn skipsins fórust.

Fram kemur í tilkynningu að af því tilefni hafi Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélagsins, lagt blómsveig að minnisvaðra þeirra er létust í árásinni.

Hekla er eitt af þremur skipum Eimskipafélagsins sem sökkt var í seinni heimstyrjöldinni. Hin skipin voru Goðafoss sem sökt var í nóvember 1944 og Dettifoss sem sökt var í febrúar 1945.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert