Þingið eyði óvissunni

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Stjórnvöld leita nú leiða til að bæta fyrir þau mál sem ekki tókst að afgreiða á síðustu dögum þingsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill að Alþingi verði kallað saman sem fyrst, ekki síst til að eyða óvissu um greiðslu hlutaatvinnuleysisbóta.

Ekki náðist að klára það mál áður en þingi var frestað í vor. Í umfjöllun um þetta ástand mála segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra þann möguleika hafa verið ræddan að setja bráðabirgðalög til að tryggja greiðslurnar í ágúst en þau séu ekkert sérstaklega á dagskrá. Of viðurhlutamikið sé að kalla þingið saman vegna þessa máls.

Bjarni segir þetta enn eitt dæmið um klúður ríkisstjórnarinnar. Hann segir sífellt bætast í sarpinn af nýjum málum sem valdi tjóni fyrir borgarana. Hann vill að þingið afgreiði málið auk annarra mikilvægra mála sem setið hafi á hakanum. Sem dæmi nefnir Bjarni útboðsmálin á Drekasvæðinu sem þurfi að komast í almennilegan farveg í sumar. Í gær kom fram að Alþingi hefði ekki tekist að framlengja heimild fólks til að taka út séreignarsparnað.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert