Fjárhagsaðstoð ekki aukin

Þorleifur Gunnlaugsson.
Þorleifur Gunnlaugsson.

Í gær hafnaði meirihluti borgarráðs tillögu borgarráðsfulltrúa VG, Þorleifs Gunnlaugssonar, um hækkun fjárhagsaðstoðar til samræmis við hækkun atvinnuleysisbóta.

Segir Þorleifur að meirihlutinn í borgarráði hafi beitt embættisfólki á velferðarsviði fyrri sig og umsögn þess sem er nokkuð ýtarleg.
„Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna harmar það að meirihluti borgarráðs skuli hafna hækkun á fjárhagsaðstoð til fátækra skjólstæðinga sinna til jafns við hækkun atvinnuleysisbóta. Þetta er þvert á málflutning meirihlutans til þessa og greinilegt að vilji er ekki lengur fyrir því að vinna gegn sárri fátækt í borginni.

Forgangsröðunin er ámælisverð, þar sem samþykkt eru fjárútlát hiklaust til annarra málaflokka en velferðar á meðan fátækt er blákaldur veruleiki allt of margra borgarbúa," segir í tilkynningu frá Þorleifi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert