Gamla bíó friðlýst

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar að friða gamla flug­turninn á Reykjavíkurflugvelli. Friðunin nær til ytra byrðis turnsins og burðarvirkis hans. Jafnframt hefur ráðherra ákveðið að friða Gamla bíó. Friðunin nær til ytra byrðis hússins auk anddyris, forsalar aðalsalar, hliðarsvala og aðalsalar (áhorfendasalar).

Eins hefur mennta- og menn­ingarmálaráðherra ákveðið að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar að friða Laugaveg 10 þar sem veitingahúsið Asía er til húsa. Friðunin nær til ytra byrðis hússins.

Ytra byrði Laugarnes­skóla og miðrýmis í öðrum áfanga, sem byggður var á árunum 1942-1945 hefur einnig verið friðað sem og elsti hluta Landspítalans í Reykjavík, sem byggður var á árunum 1926-1930. Friðunin nær til ytra byrðis.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert