„Lítið samráð haft um lokun“

Ákveðið var á fundi umhverfis- og samgönguráðs 31. maí síðastliðinn að Laugavegur yrði göngugata frá 1. júlí - 1. ágúst. Laugavegur er því lokaður fyrir umferð frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg og er markmiðið að skapa spennandi götu mannlífs, menningar og verslunar og bæta um leið hljóðvist og loftgæði. Ekki eru allir sáttir við lokunina og segir verslunarrekandi lítið samráð hafa verið haft við sig og aðra verslunarrekendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert